„Síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2021 12:05 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður. Vísir/Vilhelm Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem kærði framkvæmd Alþingiskosninganna er viss um að uppkosning fari fram í kjördæminu, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem komu fram í málinu í gær. Það sé eini möguleikinn í stöðunni. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi svarar kærum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar, frá oddvita Pírata í kjördæminu og fleirum, vegna framkvæmdar kosninganna fullum hálsi í bréfi sem birt var á vef Alþingis. Í svari við kæru Lenyu Rúnar Taha Karim frambjóðanda Pírata mótmælir hann harðlega aðdróttunum um að hann hafi spillt kjörgögnum - engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu. Þá þurfi „enga skýringu á því hvers vegna yfirkjörstjórnin“ hafi ákveðið að fresta fundi fram á sunnudagsmorgun - allir hafi þurft á hvíld að halda. Tveir úr yfirkjörstjórninni, þau Bragi Axelsson og Katrín Pálsdóttir, stóðu ekki að svarinu. Þau töldu ekki rétt að tjá sig á meðan sakamál væri til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Kærendum svarað frekar Ingi, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir stóðu að svarinu sem er dagsett þann 19. október. Þar ítreka þau þrjú að á milli klukkan 11:46 og 13:00 sunnudaginn 26. september hafi ekki annað átt sér stað en tiltekt og frágangur á talningarstað. Þá sé ekkert athugavert við það að oddviti eða einhver annar fulltrúi í yfirkjörstjórn hafi verið einn á talningarstað þar sem kjörgögn voru. Þremenningarnir taka fram að lokatölur séu ekki eitthvað hugtak sem verði til á ákveðnum tímapunkti þegar talning atkvæða fari fram og menn geti byggt réttarstöðu á þeim meintu lokatölum. Lokatölur séu þær tölur sem verði til þegar það er ljóst að endanleg talning hafi farið fram og þær tölur geti ekki breyst Þá sé rangt hjá Magnúsi Davíð Norðdahl, einum kæranada, að Ingi, sem formaður yfirkjörstjórnar, hafi lýst því að hann hafi frekar fylgt hefðum en kosningalögum. Yfirkjörstjórn líti svo á að hún hafi í einu og öllu farið að lögum í störfum sínum. Þá fettir meirihluti yfirkjörstjórnar fingur út í ummæli Magnúsar þess efnis að hann hafi vantað „örfá atkvæði að vera kjörinn þingmaður í kjördæminu.“ Meirihlutinn segir ekki ljóst hvernig Magnús fái þessa útkomu út. „Að baki síðasta kjördæmakjörna þingmanni í Norðvesturkjördæmi eru 1.483 atkvæði en P listi fékk 1.081 atkvæði eða 401 færra atkvæði en eru að baki fyrrgreindum þingmanni. Þá féll jöfnunarsæti kjördæmisins ekki í hlut P lista. Ekki er því ljóst á hverju útreikningur kæranda byggir.“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.Vísir/tryggvi páll Þá hafi formaður yfirkjörstjórnar ekki leyst einn „úr öðrum vafaatriðum í heildarferli kosninganna í Norðvesturkjördæmi.“ Þá er kæru Þorvaldar Gylfasonar prófessors svarað og segir meirihlutinn ekki ástæðu til elta ólar við mis áreiðanlegar tilvitnanir í fjölmiðlum vegna málsins enda hafi þær enga þýðingu í þessu máli. Er ítrekað að Ingi formaður hafi aldrei játað að hafa brotið gegn kosningalögum og því sé sú fullyrðing kæranda röng. Magnús segir ágalla staðfesta Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi segir að þetta svar, og önnur gögn málsins, staðfesti það sem hann og aðrir kærendur hafi haldið fram. „Það voru alvarlegir ágallar á þessu ferli öllu saman og þeir ágallar eru þess eðlis að þeir leiða til ógildingar þessara kosninga.“ Fram kemur í skýrslu lögreglu á Vesturlandi um málið að lögregla geti ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. „Það sem mér fannst mest sláandi var það að myndbandsupptökur staðfestu beinlínis að óviðkomandi aðilar fóru inn í salinn, þannig að það var, hvað á maður að segja, síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga.“ Uppkosning verði að fara fram í kjördæminu. „Reyndari þingmenn, þingmenn sem hafa setið á þingi í lengri tíma og þingmenn sem hafa einhverja lögfræðilega þekkingu að bera, þeir vita það alveg að það verður að fara fram uppkosning í þessu kjördæmi, þeir gera sér grein fyrir því út frá gögnum þessa máls og aðstæðum í heild sinni og ég tel að það komi ekkert annað til greina en að uppkosning fari fram og ég trúi því að svo verði,“ segir Magnús. Meðlimum yfirkjörstjórnar hefur verið boðið af lögreglunni á Vesturlandi að ljúka málinu með sekt. Ekki stefnir í að þeir fallist á það. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi svarar kærum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar, frá oddvita Pírata í kjördæminu og fleirum, vegna framkvæmdar kosninganna fullum hálsi í bréfi sem birt var á vef Alþingis. Í svari við kæru Lenyu Rúnar Taha Karim frambjóðanda Pírata mótmælir hann harðlega aðdróttunum um að hann hafi spillt kjörgögnum - engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu. Þá þurfi „enga skýringu á því hvers vegna yfirkjörstjórnin“ hafi ákveðið að fresta fundi fram á sunnudagsmorgun - allir hafi þurft á hvíld að halda. Tveir úr yfirkjörstjórninni, þau Bragi Axelsson og Katrín Pálsdóttir, stóðu ekki að svarinu. Þau töldu ekki rétt að tjá sig á meðan sakamál væri til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Kærendum svarað frekar Ingi, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir stóðu að svarinu sem er dagsett þann 19. október. Þar ítreka þau þrjú að á milli klukkan 11:46 og 13:00 sunnudaginn 26. september hafi ekki annað átt sér stað en tiltekt og frágangur á talningarstað. Þá sé ekkert athugavert við það að oddviti eða einhver annar fulltrúi í yfirkjörstjórn hafi verið einn á talningarstað þar sem kjörgögn voru. Þremenningarnir taka fram að lokatölur séu ekki eitthvað hugtak sem verði til á ákveðnum tímapunkti þegar talning atkvæða fari fram og menn geti byggt réttarstöðu á þeim meintu lokatölum. Lokatölur séu þær tölur sem verði til þegar það er ljóst að endanleg talning hafi farið fram og þær tölur geti ekki breyst Þá sé rangt hjá Magnúsi Davíð Norðdahl, einum kæranada, að Ingi, sem formaður yfirkjörstjórnar, hafi lýst því að hann hafi frekar fylgt hefðum en kosningalögum. Yfirkjörstjórn líti svo á að hún hafi í einu og öllu farið að lögum í störfum sínum. Þá fettir meirihluti yfirkjörstjórnar fingur út í ummæli Magnúsar þess efnis að hann hafi vantað „örfá atkvæði að vera kjörinn þingmaður í kjördæminu.“ Meirihlutinn segir ekki ljóst hvernig Magnús fái þessa útkomu út. „Að baki síðasta kjördæmakjörna þingmanni í Norðvesturkjördæmi eru 1.483 atkvæði en P listi fékk 1.081 atkvæði eða 401 færra atkvæði en eru að baki fyrrgreindum þingmanni. Þá féll jöfnunarsæti kjördæmisins ekki í hlut P lista. Ekki er því ljóst á hverju útreikningur kæranda byggir.“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.Vísir/tryggvi páll Þá hafi formaður yfirkjörstjórnar ekki leyst einn „úr öðrum vafaatriðum í heildarferli kosninganna í Norðvesturkjördæmi.“ Þá er kæru Þorvaldar Gylfasonar prófessors svarað og segir meirihlutinn ekki ástæðu til elta ólar við mis áreiðanlegar tilvitnanir í fjölmiðlum vegna málsins enda hafi þær enga þýðingu í þessu máli. Er ítrekað að Ingi formaður hafi aldrei játað að hafa brotið gegn kosningalögum og því sé sú fullyrðing kæranda röng. Magnús segir ágalla staðfesta Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi segir að þetta svar, og önnur gögn málsins, staðfesti það sem hann og aðrir kærendur hafi haldið fram. „Það voru alvarlegir ágallar á þessu ferli öllu saman og þeir ágallar eru þess eðlis að þeir leiða til ógildingar þessara kosninga.“ Fram kemur í skýrslu lögreglu á Vesturlandi um málið að lögregla geti ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. „Það sem mér fannst mest sláandi var það að myndbandsupptökur staðfestu beinlínis að óviðkomandi aðilar fóru inn í salinn, þannig að það var, hvað á maður að segja, síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga.“ Uppkosning verði að fara fram í kjördæminu. „Reyndari þingmenn, þingmenn sem hafa setið á þingi í lengri tíma og þingmenn sem hafa einhverja lögfræðilega þekkingu að bera, þeir vita það alveg að það verður að fara fram uppkosning í þessu kjördæmi, þeir gera sér grein fyrir því út frá gögnum þessa máls og aðstæðum í heild sinni og ég tel að það komi ekkert annað til greina en að uppkosning fari fram og ég trúi því að svo verði,“ segir Magnús. Meðlimum yfirkjörstjórnar hefur verið boðið af lögreglunni á Vesturlandi að ljúka málinu með sekt. Ekki stefnir í að þeir fallist á það.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira