Sorpa og Björn ná sáttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 07:50 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna. Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna.
Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18
Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49