Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2021 22:11 Feðginin Hafþór Gunnarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir við eyðibýlið í Skálavík. Arnar Halldórsson Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45