„Við erum bara eins og litlir smástrákar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. október 2021 21:35 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn. „Ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á að segja. Ég er bara í hálfgerðu sjokki sjálfur,“ sagði Halldór Jóhann að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem mætti hérna í dag og miðað við það sem vantar hjá þeim, auðvitað vantar hjá okkur líka, en mér finnst við bara eiga að vinna þetta lið hérna á heimavelli. Alveg klárlega.“ „Við erum yfir 10-5 og ég í rauninni átta mig ekki á framhaldinu. Það er einn tekinn úr umferð, við förum í sjö á sex og það er samt einn tekinn úr umferð þannig að við erum sex á fimm. Við gerum svo mikið af gloríum og við erum svo hræddir. Við erum bara eins og klofinn persónuleiki.“ „Ef við ætlum að bera saman sóknarleikinn okkar í leiknum á móti slóvenska liðinu um helgina og svo þetta, hvað menn buðu upp á í ákvarðanatöku í dag, ég eiginlega bara skil það ekki. Auðvitað erum við í vandræðum og það vantar inn í liðið, en það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja og ég er bara í hálfgerðu sjokki með 45 mínútur af leiknum.“ Eins og Halldór nefndi þá náðu Selfyssingar góðu forskoti í upphafi leiks. Sóknarleikur liðsins var góður og gestirnir áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir á varnarleik heimamanna. Selfyssingar skoruðu svo aðeins eitt mark á seinustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og fundu taktinn aldrei í seinni hálfleik. Halldór segir að menn taki ekki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum. „Við bara tökum ekki ábyrgð. Hver og einn bara leitar á næsta mann og það er alltaf eitthvað að hjá næsta manni í staðinn fyrir að menn taki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum.“ „Það er bara það sem gerðist núna og það hefur alveg gerst áður. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta.“ „En það er bara ekki í boði að við getum verið bara eins og klofinn persónuleiki á milli leikja. Þetta er í raun og veru svakalegt að upplifa þetta í leiknum og hvernig við verðum á kafla hlaupandi um eins og hauslausar hænur.“ „Við erum hérna út um allan völl að reyna að gera hlutina eins hratt og við getum, missum alla yfirsýn, en erum samt einum fleiri. Við ætlum einhvern veginn að þvinga allt fram, sama hvað er búið að tala um hlutina. Við bara lokumst og verðum hræddir og þegar við verðum hræddir þá hættum við að horfa á markið og hugsa skýrt.“ Eins og áður hefur komið fram vantar mikið í lið Selfyssinga og liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum. Halldór segir að hægt sé að tala um krísu, allavega í þessum leik. „Ég myndi segja að þessi leikur hafi verið alveg ótrúleg krísa. Það er í rauninni magnað að við skulum geta, hérna á heimavelli, boðið upp á þennan leik.“ „Það voru bara alls konar leikmenn sem komu inn á hjá Stjörnuliðinu sem voru bara eins og snillingar fyrir framan okkur.“ „Við tökum varla góða ákvörðun síðustu 45 mínúturnar og við gerum alveg ótrúlega mikið af mistökum. Þegar við fáum færi þá skorum við ekki fram hjá markmanninum. Við erum bara eins og litlir smástrákar í leiknum. Það er leiðinlegt að segja það er bara þannig. Við vorum eins og fimmti flokkur að spila á móti meistaraflokki.“ Selfyssingar fara til Slóveníu um helgina þar sem að liðið tekur þátt í Evrópukeppni, en Halldór segir það ekki hans verk að gíra menn upp í þann leik. „Þú ert hérna leikmaður í meistaraflokki, á hæsta „leveli“ á Íslandi, og þá má það ekki vera þannig að þjálfarinn eigi að mæta inn í klefa að peppa menn eitthvað upp. Þegar menn horfa á þennan leik og sjá eigin frammistöðu, ef þú ert alvöru íþróttamaður þá hlýturðu að mæta eins og maður til baka. Það er bara þannig.“ „Við vorum ekki alvöru íþróttamenn hérna í leiknum. Við vorum ekki klókir, við börðumst kannski allan tímann, en það vantaði bara alla hugsun hjá okkur alveg ótrúlega stóran part af leiknum.“ „Þetta var svona svipað eins og Gróttuleikurinn hérna í fyrra þar sem við í raun og veru verðum bara eins og smástrákar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á að segja. Ég er bara í hálfgerðu sjokki sjálfur,“ sagði Halldór Jóhann að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem mætti hérna í dag og miðað við það sem vantar hjá þeim, auðvitað vantar hjá okkur líka, en mér finnst við bara eiga að vinna þetta lið hérna á heimavelli. Alveg klárlega.“ „Við erum yfir 10-5 og ég í rauninni átta mig ekki á framhaldinu. Það er einn tekinn úr umferð, við förum í sjö á sex og það er samt einn tekinn úr umferð þannig að við erum sex á fimm. Við gerum svo mikið af gloríum og við erum svo hræddir. Við erum bara eins og klofinn persónuleiki.“ „Ef við ætlum að bera saman sóknarleikinn okkar í leiknum á móti slóvenska liðinu um helgina og svo þetta, hvað menn buðu upp á í ákvarðanatöku í dag, ég eiginlega bara skil það ekki. Auðvitað erum við í vandræðum og það vantar inn í liðið, en það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja og ég er bara í hálfgerðu sjokki með 45 mínútur af leiknum.“ Eins og Halldór nefndi þá náðu Selfyssingar góðu forskoti í upphafi leiks. Sóknarleikur liðsins var góður og gestirnir áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir á varnarleik heimamanna. Selfyssingar skoruðu svo aðeins eitt mark á seinustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og fundu taktinn aldrei í seinni hálfleik. Halldór segir að menn taki ekki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum. „Við bara tökum ekki ábyrgð. Hver og einn bara leitar á næsta mann og það er alltaf eitthvað að hjá næsta manni í staðinn fyrir að menn taki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum.“ „Það er bara það sem gerðist núna og það hefur alveg gerst áður. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta.“ „En það er bara ekki í boði að við getum verið bara eins og klofinn persónuleiki á milli leikja. Þetta er í raun og veru svakalegt að upplifa þetta í leiknum og hvernig við verðum á kafla hlaupandi um eins og hauslausar hænur.“ „Við erum hérna út um allan völl að reyna að gera hlutina eins hratt og við getum, missum alla yfirsýn, en erum samt einum fleiri. Við ætlum einhvern veginn að þvinga allt fram, sama hvað er búið að tala um hlutina. Við bara lokumst og verðum hræddir og þegar við verðum hræddir þá hættum við að horfa á markið og hugsa skýrt.“ Eins og áður hefur komið fram vantar mikið í lið Selfyssinga og liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum. Halldór segir að hægt sé að tala um krísu, allavega í þessum leik. „Ég myndi segja að þessi leikur hafi verið alveg ótrúleg krísa. Það er í rauninni magnað að við skulum geta, hérna á heimavelli, boðið upp á þennan leik.“ „Það voru bara alls konar leikmenn sem komu inn á hjá Stjörnuliðinu sem voru bara eins og snillingar fyrir framan okkur.“ „Við tökum varla góða ákvörðun síðustu 45 mínúturnar og við gerum alveg ótrúlega mikið af mistökum. Þegar við fáum færi þá skorum við ekki fram hjá markmanninum. Við erum bara eins og litlir smástrákar í leiknum. Það er leiðinlegt að segja það er bara þannig. Við vorum eins og fimmti flokkur að spila á móti meistaraflokki.“ Selfyssingar fara til Slóveníu um helgina þar sem að liðið tekur þátt í Evrópukeppni, en Halldór segir það ekki hans verk að gíra menn upp í þann leik. „Þú ert hérna leikmaður í meistaraflokki, á hæsta „leveli“ á Íslandi, og þá má það ekki vera þannig að þjálfarinn eigi að mæta inn í klefa að peppa menn eitthvað upp. Þegar menn horfa á þennan leik og sjá eigin frammistöðu, ef þú ert alvöru íþróttamaður þá hlýturðu að mæta eins og maður til baka. Það er bara þannig.“ „Við vorum ekki alvöru íþróttamenn hérna í leiknum. Við vorum ekki klókir, við börðumst kannski allan tímann, en það vantaði bara alla hugsun hjá okkur alveg ótrúlega stóran part af leiknum.“ „Þetta var svona svipað eins og Gróttuleikurinn hérna í fyrra þar sem við í raun og veru verðum bara eins og smástrákar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26