Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2021 13:47 Ekkert húsnæði rúmar alla 370 nemendur Myllubakkaskóla og því útlit fyrir að þeir fari tímabundið annað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira