Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Hörður Ægisson skrifar 20. október 2021 08:01 Markaðsvirði Símans, eiganda Mílu, er í dag rúmlega 90 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Stefnt er að því, samkvæmt heimildum Vísis, að lífeyrissjóðirnir komi að kaupunum á Mílu í gegnum nýjan innviðasjóð í rekstri sjóðastýringarfélagsins Summu, sem er áætlað að geti orðið allt að 15 milljarðar króna að stærð, eða í eigin nafni. Margir af helstu sjóðum landsins, meðal annars Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta og Frjálsi, hafa nú þegar skuldbindið sig til að leggja innviðasjóðnum til fjármagn. Staðfest hlutafjárloforð frá lífeyrissjóðunum í heild sinni nema um níu milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í fyrradag vegna fyrirhugaðra kaupa Ardian á Mílu kom fram að ekki væri búið að skrifa undir skuldbindandi samning milli aðila – það eigi að klárast „eins fljótt og auðið er“ – en hins vegar væri áreiðanleikakönnun lokið og viðskiptin fullfjármögnuð. Ekki var greint frá kaupverðinu í tilkynningunni en samkvæmt heimildarmönnum Vísis, sem þekkja vel til söluferlisins, er áætlað að heildarvirði (e. enterprise value) Mílu í viðskiptunum muni nema á bilinu 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Sá verðmiði jafngildir EBITDA-margfaldara upp á nærri fimmtán – EBITDA þessa árs hjá Mílu er áætluð rúmlega 5 milljarðar – og er í námunda við núverandi markaðsvirði Símans en við lokun markaða í Kauphöllinni í gær stóð það í 91 milljarði króna. Vaxtaberandi skuldir Mílu námu 20 milljörðum króna í byrjun þessa árs. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi þess í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, eins og ljósleiðara, möstur og fjarskiptanet, ásamt því að selja þjónustu til fyrirtækja sem stunda fjarskiptastarfsemi. Þegar skrifað var undir samkomulag síðastliðinn mánudag við Ardian, stærsta innviðafjárfestir í Evrópu með heildareignir í stýringu að fjárhæð samtals um 114 milljarða Bandaríkjadala, voru enn fjórir dagar í að frestur valinna tilboðsgjafa til að gera skuldbindandi tilboð í Mílu myndi renna út. Fresturinn sem hafði verið veittur var til föstudagsins 22. október. Sitja eftir með sárt ennið Á meðal þeirra fjárfesta sem voru þá á lokametrunum með að setja fram tilboð í Mílu, áður en tilkynnt var um einkaviðræður við Mílu, var breska sjóðastýringarfélagið Triple Point, samkvæmt heimildum Vísis. Það félag er ekki ókunnugt innviðafjárfestingum hér á landi en í síðasta mánuði var greint frá því að sjóður í stýringu þess – Digital 9 Infrastructure – hefði keypt Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, fyrir rúmlega 40 milljarða króna. Sú staðreynd að stjórn Símans ákvað hins vegar að hefja einkaviðræður við Ardian – áður en formlegur frestur til að gera skuldbindandi tilboð í Mílu rann út – þykir til marks um að franska félaginu hafi tekist að setja fram trúverðugt og heildstætt tilboð jafnvel þótt aðrir áhugasamir fjárfestar, eins og Triple Point, séu sagðir hafa mögulega verið reiðubúnir að greiða hærra verð. Dominique Senequier, stofnandi og forstjóri Ardian fjárfestingafélagsins. Ardian setti fram tilboð sitt í Mílu síðastliðið föstudagskvöld, þar sem helstu skilmálar voru útlistaðir og farið fram á einkaviðræður, og þurfti stjórn Símans að taka afstöðu til þess innan tveggja daga, samkvæmt heimildum Vísis. Niðurstaðan var sem fyrr segir sú að ganga til viðræðna við Ardian og stefnt er að því að ljúka samningum á næstu vikum. Ekki aðeins verðið skiptir máli Fleiri þættir en aðeins kaupverðið skipta máli við áformaða sölu á Mílu, að sögn viðmælenda Vísis sem koma að viðskiptunum. Þannig þurfi að líta til þess langtímasamnings sem verður gerður samhliða breyttu eignarhaldi – Síminn yrði eftir sem áður stór viðskiptavinur sem mun nýta sér innviði og fjarskiptaþjónustu Mílu – og á hvaða kjörum slíkur samningur yrði. Að sama skapi sé ljóst mikilvægi þess að nýr eigandi að fyrirtækinu geti sýnt fram á fjárhagslegt bolmagn og tæknilega þekkingu til að taka þátt í umtalsverðri uppbyggingu fjarskiptainnviða á landsvísu sem fyrirséð er hjá Mílu á komandi árum. Sá sjóður í rekstri Ardian sem leggur fram tilboðið í Mílu – Ardian Infrastructure Fund V – hefur verið starfræktur frá árinu 2020 en líftími hans er til fimmtán ára með möguleika á framlengingu. Meðal fjárfesta í sjóðnum, sem koma einkum frá Evrópu og Bandaríkjunum, eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Franska fjárfestingafélagið hefur lagt áherslu á innviðafjárfestingar í starfsemi sinni frá árinu 2005 – frá þeim tíma hafa þær verið 45 talsins – en á meðal þeirra eru fjárfestingar í flugvöllum, tollvegum og orkudreifikerfum. Á sviði fjarskiptafjárfestinga má nefna að Ardian er með ráðandi eignarhlut í INWIT, stærsta eiganda fjarskiptaturna á Ítalíu, og um fjórðungshlut í EWE, einu stærsta veitufyrirtæki Þýskalands og leiðandi fjarskiptafyrirtækis þar í landi. Þá fjárfesti sjóðurinn nýlega í ljósleiðarafyrirtækinu Adamo sem nær til 1,8 milljóna heimila í 27 héruðum Spánar. Mikill áhugi erlendra innviðasjóða Verði af kaupum Ardian á Mílu, sem eru háð samþykki eftirlitsstofnana, er ljóst að um yrði að ræða ein af stærri fyrirtækjaviðskiptum hér á landi á síðari árum. Stærsti einstaki hluthafi Símans er fjárfestingafélagið Stoðir með rúmlega 15 prósenta hlut en aðrir helstu eigendur fjarskiptarisans eru LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi. Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 53 prósent frá áramótum. Orri Hauksson er forstjóri Símans.Isavia Stór hópur ráðgjafa hefur unnið með Ardian á síðustu vikum og mánuðum en á meðal þeirra, samkvæmt heimildum Vísis, er fjárfestingabankinn Rotchild, ráðgjafafyrirtækið Analysys Mason, alþjóðlega lögmannsstofan Linklaters, ráðgjafar KPMG, bæði hér heima og erlendis, lögmannsstofan LEX, íslensk-japanska félagið Takanawa, lögmannsstofan Advocatus auk fleiri innlendra ráðgjafa. Helstu ráðgjafar Símans, sem voru fengnir að borðinu í apríl á þessu ári til að skoða mögulega sölu á Mílu, hafa verið alþjóðlegi fjárfestingabankinn Lazard og Íslandsbanki. Auk fjárfestingafélaganna Ardian og Triple Point, sem voru á meðal tilboðsgjafa sem fóru áfram í seinni umferð söluferlisins í lok ágústmánaðar ásamt Summu, þá var fjöldi annarra erlendra fjárfesta sem sérhæfa sig í kaupum og rekstri á innviðafyrirtækjum sem sýndu áhuga á Mílu á fyrri stigum ferlisins. Þar má nefna sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sænska fjárfestingafélagið EQT Partners, sem er skráð á hlutabréfamarkað í Stokkhólmi, breska félagið iCON Infrastructure og eins Ancala Partners, breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem keypti helmingshlut í HS Orku á árinu 2019 fyrir um 35 milljarða króna. Salan rædd í þjóðaröryggisráði Fram kom í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar fyrr í vikunni að náist endanlegir samningar við Ardian munu félögin vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. „Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til,“ sagði í tilkynningunni. Í kjölfarið hefur verið haft eftir forsætisráðherra í fjölmiðlum að fyrirhuguð sala á Mílu hafi verið rædd í þjóðaröryggisráði og að löggjöf sé í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Þá hefur samgönguráðherra sagt að viðræður séu í gangi við stjórnendur Símans um þau skilyrði sem stjórnvöld telja að þurfi að vera fyrir hendi. Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stefnt er að því, samkvæmt heimildum Vísis, að lífeyrissjóðirnir komi að kaupunum á Mílu í gegnum nýjan innviðasjóð í rekstri sjóðastýringarfélagsins Summu, sem er áætlað að geti orðið allt að 15 milljarðar króna að stærð, eða í eigin nafni. Margir af helstu sjóðum landsins, meðal annars Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta og Frjálsi, hafa nú þegar skuldbindið sig til að leggja innviðasjóðnum til fjármagn. Staðfest hlutafjárloforð frá lífeyrissjóðunum í heild sinni nema um níu milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í fyrradag vegna fyrirhugaðra kaupa Ardian á Mílu kom fram að ekki væri búið að skrifa undir skuldbindandi samning milli aðila – það eigi að klárast „eins fljótt og auðið er“ – en hins vegar væri áreiðanleikakönnun lokið og viðskiptin fullfjármögnuð. Ekki var greint frá kaupverðinu í tilkynningunni en samkvæmt heimildarmönnum Vísis, sem þekkja vel til söluferlisins, er áætlað að heildarvirði (e. enterprise value) Mílu í viðskiptunum muni nema á bilinu 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Sá verðmiði jafngildir EBITDA-margfaldara upp á nærri fimmtán – EBITDA þessa árs hjá Mílu er áætluð rúmlega 5 milljarðar – og er í námunda við núverandi markaðsvirði Símans en við lokun markaða í Kauphöllinni í gær stóð það í 91 milljarði króna. Vaxtaberandi skuldir Mílu námu 20 milljörðum króna í byrjun þessa árs. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi þess í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, eins og ljósleiðara, möstur og fjarskiptanet, ásamt því að selja þjónustu til fyrirtækja sem stunda fjarskiptastarfsemi. Þegar skrifað var undir samkomulag síðastliðinn mánudag við Ardian, stærsta innviðafjárfestir í Evrópu með heildareignir í stýringu að fjárhæð samtals um 114 milljarða Bandaríkjadala, voru enn fjórir dagar í að frestur valinna tilboðsgjafa til að gera skuldbindandi tilboð í Mílu myndi renna út. Fresturinn sem hafði verið veittur var til föstudagsins 22. október. Sitja eftir með sárt ennið Á meðal þeirra fjárfesta sem voru þá á lokametrunum með að setja fram tilboð í Mílu, áður en tilkynnt var um einkaviðræður við Mílu, var breska sjóðastýringarfélagið Triple Point, samkvæmt heimildum Vísis. Það félag er ekki ókunnugt innviðafjárfestingum hér á landi en í síðasta mánuði var greint frá því að sjóður í stýringu þess – Digital 9 Infrastructure – hefði keypt Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, fyrir rúmlega 40 milljarða króna. Sú staðreynd að stjórn Símans ákvað hins vegar að hefja einkaviðræður við Ardian – áður en formlegur frestur til að gera skuldbindandi tilboð í Mílu rann út – þykir til marks um að franska félaginu hafi tekist að setja fram trúverðugt og heildstætt tilboð jafnvel þótt aðrir áhugasamir fjárfestar, eins og Triple Point, séu sagðir hafa mögulega verið reiðubúnir að greiða hærra verð. Dominique Senequier, stofnandi og forstjóri Ardian fjárfestingafélagsins. Ardian setti fram tilboð sitt í Mílu síðastliðið föstudagskvöld, þar sem helstu skilmálar voru útlistaðir og farið fram á einkaviðræður, og þurfti stjórn Símans að taka afstöðu til þess innan tveggja daga, samkvæmt heimildum Vísis. Niðurstaðan var sem fyrr segir sú að ganga til viðræðna við Ardian og stefnt er að því að ljúka samningum á næstu vikum. Ekki aðeins verðið skiptir máli Fleiri þættir en aðeins kaupverðið skipta máli við áformaða sölu á Mílu, að sögn viðmælenda Vísis sem koma að viðskiptunum. Þannig þurfi að líta til þess langtímasamnings sem verður gerður samhliða breyttu eignarhaldi – Síminn yrði eftir sem áður stór viðskiptavinur sem mun nýta sér innviði og fjarskiptaþjónustu Mílu – og á hvaða kjörum slíkur samningur yrði. Að sama skapi sé ljóst mikilvægi þess að nýr eigandi að fyrirtækinu geti sýnt fram á fjárhagslegt bolmagn og tæknilega þekkingu til að taka þátt í umtalsverðri uppbyggingu fjarskiptainnviða á landsvísu sem fyrirséð er hjá Mílu á komandi árum. Sá sjóður í rekstri Ardian sem leggur fram tilboðið í Mílu – Ardian Infrastructure Fund V – hefur verið starfræktur frá árinu 2020 en líftími hans er til fimmtán ára með möguleika á framlengingu. Meðal fjárfesta í sjóðnum, sem koma einkum frá Evrópu og Bandaríkjunum, eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og stofnanafjárfestar. Franska fjárfestingafélagið hefur lagt áherslu á innviðafjárfestingar í starfsemi sinni frá árinu 2005 – frá þeim tíma hafa þær verið 45 talsins – en á meðal þeirra eru fjárfestingar í flugvöllum, tollvegum og orkudreifikerfum. Á sviði fjarskiptafjárfestinga má nefna að Ardian er með ráðandi eignarhlut í INWIT, stærsta eiganda fjarskiptaturna á Ítalíu, og um fjórðungshlut í EWE, einu stærsta veitufyrirtæki Þýskalands og leiðandi fjarskiptafyrirtækis þar í landi. Þá fjárfesti sjóðurinn nýlega í ljósleiðarafyrirtækinu Adamo sem nær til 1,8 milljóna heimila í 27 héruðum Spánar. Mikill áhugi erlendra innviðasjóða Verði af kaupum Ardian á Mílu, sem eru háð samþykki eftirlitsstofnana, er ljóst að um yrði að ræða ein af stærri fyrirtækjaviðskiptum hér á landi á síðari árum. Stærsti einstaki hluthafi Símans er fjárfestingafélagið Stoðir með rúmlega 15 prósenta hlut en aðrir helstu eigendur fjarskiptarisans eru LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi. Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 53 prósent frá áramótum. Orri Hauksson er forstjóri Símans.Isavia Stór hópur ráðgjafa hefur unnið með Ardian á síðustu vikum og mánuðum en á meðal þeirra, samkvæmt heimildum Vísis, er fjárfestingabankinn Rotchild, ráðgjafafyrirtækið Analysys Mason, alþjóðlega lögmannsstofan Linklaters, ráðgjafar KPMG, bæði hér heima og erlendis, lögmannsstofan LEX, íslensk-japanska félagið Takanawa, lögmannsstofan Advocatus auk fleiri innlendra ráðgjafa. Helstu ráðgjafar Símans, sem voru fengnir að borðinu í apríl á þessu ári til að skoða mögulega sölu á Mílu, hafa verið alþjóðlegi fjárfestingabankinn Lazard og Íslandsbanki. Auk fjárfestingafélaganna Ardian og Triple Point, sem voru á meðal tilboðsgjafa sem fóru áfram í seinni umferð söluferlisins í lok ágústmánaðar ásamt Summu, þá var fjöldi annarra erlendra fjárfesta sem sérhæfa sig í kaupum og rekstri á innviðafyrirtækjum sem sýndu áhuga á Mílu á fyrri stigum ferlisins. Þar má nefna sjóð í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sænska fjárfestingafélagið EQT Partners, sem er skráð á hlutabréfamarkað í Stokkhólmi, breska félagið iCON Infrastructure og eins Ancala Partners, breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem keypti helmingshlut í HS Orku á árinu 2019 fyrir um 35 milljarða króna. Salan rædd í þjóðaröryggisráði Fram kom í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar fyrr í vikunni að náist endanlegir samningar við Ardian munu félögin vinna með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum sem tryggja hagsmuni landsmanna. „Hafa undirbúningsviðræður að slíku fyrirkomulagi þegar hafist um að tryggja að rekstur innviða félagsins samrýmist þjóðaröryggishagsmunum hér eftir sem hingað til,“ sagði í tilkynningunni. Í kjölfarið hefur verið haft eftir forsætisráðherra í fjölmiðlum að fyrirhuguð sala á Mílu hafi verið rædd í þjóðaröryggisráði og að löggjöf sé í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Þá hefur samgönguráðherra sagt að viðræður séu í gangi við stjórnendur Símans um þau skilyrði sem stjórnvöld telja að þurfi að vera fyrir hendi.
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52