Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Svanur Guðmundsson skrifar 20. október 2021 07:01 Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar