Um geðveiki og getuna til að tjá sig Steindór Jóhann Erlingsson skrifar 19. október 2021 20:01 Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar