Ótrúleg fjölgun hnúðlaxa er hulin ráðgáta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2021 13:34 Jaakko Erkinaro var staddur á málþingi um Norðuratlantshafslaxinn í síðasta mánuði. vísir/óttar Finnskur rannsóknarprófessor segir enga leið að spá fyrir um afleiðingar hinnar gríðarlegu aukningar í stofni hnúðlaxa í Norður Atlantshafinu. Hún gæti orðið drastísk ef vöxtur stofnsins heldur áfram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tífaldast milli ára. Rússar fluttu fyrst hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960. „Það gerðist svo fyrirvaralaust árið 2017 að þeir voru komnir út um allt Norður Atlantshaf. Síðan í ár var algjör sprenging í stofninum og við erum að sjá sturlaðar tölur,“ segir Jaakko Erkinaro, rannsóknarprófessor hjá Luke, náttúrulífsrannsóknarstofnunar Finnlands, í samtali við Vísi. Jaakko var staddur hér á landi í lok síðasta mánaðar sem gestur málþings á vegum verkefnis auðkýfingsins Jim Ratcliffe, Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Hann settist niður með okkur eftir málþingið til að ræða hnúðlaxinn, sem er vísindamönnum um allt Norður Atlantshafssvæðið nokkur ráðgáta. Hnúðlax sem veiddist í Sandá í ár.aðsend Kannski hlýnun sjávar að kenna „Við vitum í raun ekkert hvað gerðist en það eru nokkrar tilgátur um þetta. Sú augljósasta er auðvitað hlýnun jarðar. Kannski hafa skilyrðin í hafinu rétt svo farið yfir einhvern þröskuld sem bætir lífslíkur hrognanna. Þeim gekk kannski ekki vel að lifa af síðustu áratugi en eftir þessa örlitlu hlýnun sjávar hafi þeim vegnað betur og séu nú bara búin að dreifa sér út um allt,“ segir Jaakko. Aukningin hefur sést vel á Íslandi en eins og Vísir greindi frá um miðjan síðasta mánuð er gert ráð fyrir að hér hafi fundist yfir þúsund hnúðlaxar samanborið við 232 árið 2019 og 54 árið 2017. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Og staðan er eins í hinum löndunum í Norður Atlantshafinu; Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð og sérstaklega nyrst við landamæri Noregs og Finnlands þar sem Jaakko stundar rannsóknir sínar. „Þetta sem gerðist í ár er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Þetta var tíföldun á mörgum stöðum, til dæmis í ánni sem við erum að rannsaka. Og nú er spurningin – hvað gerist árið 2023? Verður aftur tíföldun eða hefur þetta náð hámarki? Við höfum enga hugmynd, þetta er allt glænýtt fyrir okkur,“ segir hann. Áhrif á lífríkið alveg óljós Ein stærsta spurningin sem á eftir að svara er hvaða áhrif hnúðlaxinn hefur á Atlantshafslaxinn og lífríki ánna í heild sinni. „Þetta mun mjög líklega hafa einhver áhrif. Þetta snýst í raun allt um jafnvægið og stærðarskalann sem við erum að tala um,“ segir Jaakko og á þá við að áhrifin verði væntanlega mest á litlar ár. „Hugsaðu þér litla á þar sem eru kannski eitt til þrjú þúsund atlantshafslaxar. Ímyndaðu þér svo að það komi 20 þúsund hnúðlaxar í þá á. Það er það sem er að gerast. Þeir eru að fara í sumar af þessum litlu ám í gríðarlegu magni,“ segir hann. „Og þá er þetta ekki síst spurning um pláss í ánum. Við vitum ekki enn hvernig Atlantshafslaxinn tekur í hnúðlaxinn eða hvernig plássið er í hyljunum í þessum litlu ám. Hnúðlaxinn er til dæmis mjög agressíf tegund sem ræðst á allt þegar hann er að verja hrygningarstaði sína.“ Hann nefnir einnig annan vanda sem mun fylgja hnúðlaxinum: hann drepst í ánum þegar hann er búinn að hrygna en fer ekki aftur út í sjó eins og Atlantshafslaxinn. „Og hann rotnar í ánum. Við erum að sjá það víða að það eru fullir hylir og bakkar af dauðum hnúðlöxum og það má í raun segja að þetta geti verið mengun fyrir sumar ár því þetta breytir alveg efnasamsetningunni í þeim. Við vitum ekkert hvaða áhrif það hefur á allt lífríkið í og í kring um árnar.“ Lax Umhverfismál Dýr Finnland Norðurslóðir Stangveiði Tengdar fréttir Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35 Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Rússar fluttu fyrst hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960. „Það gerðist svo fyrirvaralaust árið 2017 að þeir voru komnir út um allt Norður Atlantshaf. Síðan í ár var algjör sprenging í stofninum og við erum að sjá sturlaðar tölur,“ segir Jaakko Erkinaro, rannsóknarprófessor hjá Luke, náttúrulífsrannsóknarstofnunar Finnlands, í samtali við Vísi. Jaakko var staddur hér á landi í lok síðasta mánaðar sem gestur málþings á vegum verkefnis auðkýfingsins Jim Ratcliffe, Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Hann settist niður með okkur eftir málþingið til að ræða hnúðlaxinn, sem er vísindamönnum um allt Norður Atlantshafssvæðið nokkur ráðgáta. Hnúðlax sem veiddist í Sandá í ár.aðsend Kannski hlýnun sjávar að kenna „Við vitum í raun ekkert hvað gerðist en það eru nokkrar tilgátur um þetta. Sú augljósasta er auðvitað hlýnun jarðar. Kannski hafa skilyrðin í hafinu rétt svo farið yfir einhvern þröskuld sem bætir lífslíkur hrognanna. Þeim gekk kannski ekki vel að lifa af síðustu áratugi en eftir þessa örlitlu hlýnun sjávar hafi þeim vegnað betur og séu nú bara búin að dreifa sér út um allt,“ segir Jaakko. Aukningin hefur sést vel á Íslandi en eins og Vísir greindi frá um miðjan síðasta mánuð er gert ráð fyrir að hér hafi fundist yfir þúsund hnúðlaxar samanborið við 232 árið 2019 og 54 árið 2017. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Og staðan er eins í hinum löndunum í Norður Atlantshafinu; Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð og sérstaklega nyrst við landamæri Noregs og Finnlands þar sem Jaakko stundar rannsóknir sínar. „Þetta sem gerðist í ár er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Þetta var tíföldun á mörgum stöðum, til dæmis í ánni sem við erum að rannsaka. Og nú er spurningin – hvað gerist árið 2023? Verður aftur tíföldun eða hefur þetta náð hámarki? Við höfum enga hugmynd, þetta er allt glænýtt fyrir okkur,“ segir hann. Áhrif á lífríkið alveg óljós Ein stærsta spurningin sem á eftir að svara er hvaða áhrif hnúðlaxinn hefur á Atlantshafslaxinn og lífríki ánna í heild sinni. „Þetta mun mjög líklega hafa einhver áhrif. Þetta snýst í raun allt um jafnvægið og stærðarskalann sem við erum að tala um,“ segir Jaakko og á þá við að áhrifin verði væntanlega mest á litlar ár. „Hugsaðu þér litla á þar sem eru kannski eitt til þrjú þúsund atlantshafslaxar. Ímyndaðu þér svo að það komi 20 þúsund hnúðlaxar í þá á. Það er það sem er að gerast. Þeir eru að fara í sumar af þessum litlu ám í gríðarlegu magni,“ segir hann. „Og þá er þetta ekki síst spurning um pláss í ánum. Við vitum ekki enn hvernig Atlantshafslaxinn tekur í hnúðlaxinn eða hvernig plássið er í hyljunum í þessum litlu ám. Hnúðlaxinn er til dæmis mjög agressíf tegund sem ræðst á allt þegar hann er að verja hrygningarstaði sína.“ Hann nefnir einnig annan vanda sem mun fylgja hnúðlaxinum: hann drepst í ánum þegar hann er búinn að hrygna en fer ekki aftur út í sjó eins og Atlantshafslaxinn. „Og hann rotnar í ánum. Við erum að sjá það víða að það eru fullir hylir og bakkar af dauðum hnúðlöxum og það má í raun segja að þetta geti verið mengun fyrir sumar ár því þetta breytir alveg efnasamsetningunni í þeim. Við vitum ekkert hvaða áhrif það hefur á allt lífríkið í og í kring um árnar.“
Lax Umhverfismál Dýr Finnland Norðurslóðir Stangveiði Tengdar fréttir Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35 Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16