Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins Gréta Dögg Þórisdóttir skrifar 19. október 2021 10:01 Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar