Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins Gréta Dögg Þórisdóttir skrifar 19. október 2021 10:01 Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar