Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 18:30 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30