Geðheilbrigði í brennidepli Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar