Geðheilbrigði í brennidepli Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun