Tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta fallið í grýttan jarðveg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 12:54 Séra Arnaldur A. Bárðarson, kjaramálafulltrúi prestafélagsins. Aðsend Kirkjuþing fer fram í næstu viku en tillaga hefur nú verið borin upp, sem snýr að því að að afnema gjaldtökur fyrir aukaverk presta. Meðal aukaverka presta eru útfarir og hjónavígslur. Tillagan hefur fallið í grýttan jarðveg en þrjár harðyrtar umsagnir presta um tillöguna bárust fulltrúum kirkjuþings. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, gerir alvarlegar athugasemdir við tillöguna: „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt." Þá segir séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Tímaskekkja að prestar sendi fólki reikning Séra Arnaldur A. Bárðarson, prestur og kirkjumálafulltrúi prestafélagsins, er höfundur þriðju umsagnarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að koma þurfi til móts við presta í staðinn. Gjaldtakan sé ævaforn og að gert sé ráð fyrir henni í núgildandi kjarasamningum. Flutningsmenn tillögunnar telja hins vegar æskilegt og löngu tímabært að fella brott greiðslurnar sem innheimtar eru fyrir prestsþjónustu. Þjónusta kirkjunnar eigi að vera án hindrana og það sé tímaskekkja að prestar sendi fólki reikning á gleði- og sorgarstundum fyrir veitta þjónustu. Segir gjaldið lágt Gjald fyrir aukaverk presta er mismunandi eftir þjónustu hverju sinni en sem dæmi kostar útför 27.552 kr. og hjónavígsla 13.776 kr. Aðspurður telur Arnaldur að gjaldið hindri fólk ekki í að sækja sér guðsþjónustu. „Nei, ég held það geri það ekki. Gjaldið er lágt. Það er sannarlega lágt. Hins vegar hefur það komið fram í umræðum undanfarin ár að prestar hafa alveg gjarnan viljað hætta að innheimta þessi gjöld en það hefur enginn viljað bæta þeim það í kjörum.“ „Svo eru þarna aðrir liðir þarna eins og til dæmis ferðmingarfræðslugjald upp á 21.000 kr. Það rennur ekki bara beint til presta; það fer í að halda uppi fermingarfræðslunni. Það þarf að launa þar aðstoðarfólk og kaupa þar inn ýmsa sem að því koma, þannig að þetta er ekki alveg svona klippt og skorið. Að þarna séu einhverjar aukatekjur beint til prestanna. Þetta er ekki þannig," segir Arnaldur. Tillagan komi á slæmum tíma Arnaldur telur þar að auki að tillagan komi á slæmum tíma en prestar samþykktu nýlega kjarasamning við Þjóðkirkjuna. Sá samningur gildir fram til 23. mars árið 2023 en í kjarasamningnum er gert ráð fyrir heimild til að innheimta greiðslur vegna aukastarfa. Aukaverkagreiðslurnar byggi á ævagamalli hefð. „Nú gerist það við síðasta kjarasamning að prestar tóku á sig töluverða kjaraskerðingu. Við fengum 3,5% hækkun sem er helmingur á við það sem opinberir starfsmenn fengu. Þannig það er svolítið mikið högg að taka þetta líka af núna,“ segir Arnaldur. „Það gæti orðið snúið að finna presta til að annast athafnir á laugardögum til dæmis, eða hitta fólk utan hefðbundins vinnutíma vegna athafna, ef ekkert kemur fyrir. Það er bara með presta eins og flest annað fólk. Fólk kannski er ekki tilbúið í að vinna endalaust kauplaust.“ Þjóðkirkjan Kjaramál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tillagan hefur fallið í grýttan jarðveg en þrjár harðyrtar umsagnir presta um tillöguna bárust fulltrúum kirkjuþings. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, gerir alvarlegar athugasemdir við tillöguna: „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt." Þá segir séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Tímaskekkja að prestar sendi fólki reikning Séra Arnaldur A. Bárðarson, prestur og kirkjumálafulltrúi prestafélagsins, er höfundur þriðju umsagnarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að koma þurfi til móts við presta í staðinn. Gjaldtakan sé ævaforn og að gert sé ráð fyrir henni í núgildandi kjarasamningum. Flutningsmenn tillögunnar telja hins vegar æskilegt og löngu tímabært að fella brott greiðslurnar sem innheimtar eru fyrir prestsþjónustu. Þjónusta kirkjunnar eigi að vera án hindrana og það sé tímaskekkja að prestar sendi fólki reikning á gleði- og sorgarstundum fyrir veitta þjónustu. Segir gjaldið lágt Gjald fyrir aukaverk presta er mismunandi eftir þjónustu hverju sinni en sem dæmi kostar útför 27.552 kr. og hjónavígsla 13.776 kr. Aðspurður telur Arnaldur að gjaldið hindri fólk ekki í að sækja sér guðsþjónustu. „Nei, ég held það geri það ekki. Gjaldið er lágt. Það er sannarlega lágt. Hins vegar hefur það komið fram í umræðum undanfarin ár að prestar hafa alveg gjarnan viljað hætta að innheimta þessi gjöld en það hefur enginn viljað bæta þeim það í kjörum.“ „Svo eru þarna aðrir liðir þarna eins og til dæmis ferðmingarfræðslugjald upp á 21.000 kr. Það rennur ekki bara beint til presta; það fer í að halda uppi fermingarfræðslunni. Það þarf að launa þar aðstoðarfólk og kaupa þar inn ýmsa sem að því koma, þannig að þetta er ekki alveg svona klippt og skorið. Að þarna séu einhverjar aukatekjur beint til prestanna. Þetta er ekki þannig," segir Arnaldur. Tillagan komi á slæmum tíma Arnaldur telur þar að auki að tillagan komi á slæmum tíma en prestar samþykktu nýlega kjarasamning við Þjóðkirkjuna. Sá samningur gildir fram til 23. mars árið 2023 en í kjarasamningnum er gert ráð fyrir heimild til að innheimta greiðslur vegna aukastarfa. Aukaverkagreiðslurnar byggi á ævagamalli hefð. „Nú gerist það við síðasta kjarasamning að prestar tóku á sig töluverða kjaraskerðingu. Við fengum 3,5% hækkun sem er helmingur á við það sem opinberir starfsmenn fengu. Þannig það er svolítið mikið högg að taka þetta líka af núna,“ segir Arnaldur. „Það gæti orðið snúið að finna presta til að annast athafnir á laugardögum til dæmis, eða hitta fólk utan hefðbundins vinnutíma vegna athafna, ef ekkert kemur fyrir. Það er bara með presta eins og flest annað fólk. Fólk kannski er ekki tilbúið í að vinna endalaust kauplaust.“
Þjóðkirkjan Kjaramál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira