Lögregla hefur enga heimild til þess að loka síðum sem geyma hatursorðræðuefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2021 19:18 Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. vísir Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. Varaþingmaður segir tíma til kominn að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Í kvöldfréttum í gær var rætt við tvær ungar konur sem hafa orðið fyrir raisma á Íslandi. Þær eru samamála um að rasismi og þjóðernishyggja sé ekki á undanhaldi. Finnst þér rasismi vera að aukast á Íslandi? „Mig langar að segja nei. Mig virkilega langar það en miðað við það hvað þetta er búið að vera augljóst og opinbert síðustu daga og vikur, að minnsta kosti síðan ég komst inn á þing yfir nótt þá hef ég verið að finna rosalega fyrir þessu. En svo aftur á móti þá er þetta hávær minnihluti, við sjáum allan stuðninginn sem við fáum, sjáum allan stuðninginn sem ég hef fengið,“ sagði Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim.adelina antal Sjá einnig: Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Sjö þessara samtals fimmtán mála er lokið með því að rannsókn hefur verið hætt. Þrjú málanna eru enn í rannsókn og fimm mál bíða ákvörðunar um framhald. Ekki hefur verið ákært vegna mála sem skráð eru með þessum hætti í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2020-2021. Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Ragnar Visage Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla enga heimild til þess að að loka eða haldleggja síður með efni sem flokkast sem hatursorðræða. Slíka heimild vantar í lögin. „Heimildir í þessa veru eru í nýlega samþykktum lögum um íslensk landshöfuðslén, en þar er heimild fyrir lögreglu til þess að loka íslenskum síðum í tilvikum þar sem efni er miðlað sem varðar við hegningarlög. Þar sem brot gegn ákvæðum 233. gr. a. varða við sektum eða fangelsi allt að tveimur árum á þessi grein ekki við þar sem skilyrði þess að henni verði beitt er að refsing vegna meints brots varði allt að sex ára fangelsi eða meira. Öðrum heimildum lögreglu til lokunar eða haldlagningar skráðra léna er ekki til að dreifa,“ segir í skriflegu svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lagabreyting þurfi að eiga sér stað Flest skilaboða sem stelpurnar fá send eru nafnlaus. Lenya segir samfélagsmiðla greiða leið fyrir nafnlausan áróður og telur tímabært að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. „Já klárlega. Það þarf einhver lagabreyting að eiga sér stað. Mér finnst svolítið skrítið að það sé ekki verið að gera neitt í þessu eins og staðan er núna. Ég er ekki búin að sjá neitt inni á Alþingi og ég er ekki búin að sjá neitt af hálfu stjórnvalda. Ég er ekki heldur að sjá neina fræðslu í skólum,“ sagði Lenya Rún. „Léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag“ „Núna finnst mér mun léttara fyrir krakka sem ég þekki ekki neitt að senda eitthvað á mig með engu nafni og ég veit ekkert hver þetta er. Það er mjög óþægielgt að vita það að það sé mun léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag en það var fyrir nokkrum árum,“ sagði Valgerður Reynisdóttir. Valgerður Reynisdóttir.adelina antal Hvað vilt þú segja við þá sem halda því fram að það sé enginn rasismi á Íslandi? „Ég myndi segja að það ætti að hlusta á okkur sem verðum fyrir rasisma,“ sagði Lenya Rún. „Mér finnst það mjög ljótt að þið séuð að draga úr upplifunum fólks þegar það er að segja frá rasisma. Það að gefa í skyn að það sé enginn rasismi er að gera það að verkum að þið eruð að loka á raddir fólks,“ sagði Valgerður. „Það er svo auðvelt að segja að Ísland sé algjör jafnréttisparadís og að við séum svo framarlega þegar kemur að því að takast á við þessi erfiðu mál, en ef við hlustum á þessu jaðarsettu hópa sem um ræðir, við höfum aðra sögu að segja og það þarf bara að hlusta á okkur og tala við okkur,“ sagði Lenya Rún. Kynþáttafordómar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var rætt við tvær ungar konur sem hafa orðið fyrir raisma á Íslandi. Þær eru samamála um að rasismi og þjóðernishyggja sé ekki á undanhaldi. Finnst þér rasismi vera að aukast á Íslandi? „Mig langar að segja nei. Mig virkilega langar það en miðað við það hvað þetta er búið að vera augljóst og opinbert síðustu daga og vikur, að minnsta kosti síðan ég komst inn á þing yfir nótt þá hef ég verið að finna rosalega fyrir þessu. En svo aftur á móti þá er þetta hávær minnihluti, við sjáum allan stuðninginn sem við fáum, sjáum allan stuðninginn sem ég hef fengið,“ sagði Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim.adelina antal Sjá einnig: Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Sjö þessara samtals fimmtán mála er lokið með því að rannsókn hefur verið hætt. Þrjú málanna eru enn í rannsókn og fimm mál bíða ákvörðunar um framhald. Ekki hefur verið ákært vegna mála sem skráð eru með þessum hætti í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2020-2021. Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Ragnar Visage Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla enga heimild til þess að að loka eða haldleggja síður með efni sem flokkast sem hatursorðræða. Slíka heimild vantar í lögin. „Heimildir í þessa veru eru í nýlega samþykktum lögum um íslensk landshöfuðslén, en þar er heimild fyrir lögreglu til þess að loka íslenskum síðum í tilvikum þar sem efni er miðlað sem varðar við hegningarlög. Þar sem brot gegn ákvæðum 233. gr. a. varða við sektum eða fangelsi allt að tveimur árum á þessi grein ekki við þar sem skilyrði þess að henni verði beitt er að refsing vegna meints brots varði allt að sex ára fangelsi eða meira. Öðrum heimildum lögreglu til lokunar eða haldlagningar skráðra léna er ekki til að dreifa,“ segir í skriflegu svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lagabreyting þurfi að eiga sér stað Flest skilaboða sem stelpurnar fá send eru nafnlaus. Lenya segir samfélagsmiðla greiða leið fyrir nafnlausan áróður og telur tímabært að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. „Já klárlega. Það þarf einhver lagabreyting að eiga sér stað. Mér finnst svolítið skrítið að það sé ekki verið að gera neitt í þessu eins og staðan er núna. Ég er ekki búin að sjá neitt inni á Alþingi og ég er ekki búin að sjá neitt af hálfu stjórnvalda. Ég er ekki heldur að sjá neina fræðslu í skólum,“ sagði Lenya Rún. „Léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag“ „Núna finnst mér mun léttara fyrir krakka sem ég þekki ekki neitt að senda eitthvað á mig með engu nafni og ég veit ekkert hver þetta er. Það er mjög óþægielgt að vita það að það sé mun léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag en það var fyrir nokkrum árum,“ sagði Valgerður Reynisdóttir. Valgerður Reynisdóttir.adelina antal Hvað vilt þú segja við þá sem halda því fram að það sé enginn rasismi á Íslandi? „Ég myndi segja að það ætti að hlusta á okkur sem verðum fyrir rasisma,“ sagði Lenya Rún. „Mér finnst það mjög ljótt að þið séuð að draga úr upplifunum fólks þegar það er að segja frá rasisma. Það að gefa í skyn að það sé enginn rasismi er að gera það að verkum að þið eruð að loka á raddir fólks,“ sagði Valgerður. „Það er svo auðvelt að segja að Ísland sé algjör jafnréttisparadís og að við séum svo framarlega þegar kemur að því að takast á við þessi erfiðu mál, en ef við hlustum á þessu jaðarsettu hópa sem um ræðir, við höfum aðra sögu að segja og það þarf bara að hlusta á okkur og tala við okkur,“ sagði Lenya Rún.
Kynþáttafordómar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32