Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 13:48 Gunnar Erling Suave (t.v.), Hanne Englund (fyrir miðju) og Andréa Meyer (t.v.) Lögreglan í Noregi Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36