Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 22:36 Fórnarlamba árásarinnar er minnst á litlu torgi í Kongsberg. Stöð 2 Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira