„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 12:21 Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. Fyrir fund hans og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, í dag svaraði Bjarni spurningu um hvort línurnar væru farnar að skýrast játandi. „Þetta er svona smám saman að takast hjá okkur að fara í gegnum hvert mál á eftir öðru. Það er þannig sem við gerum þetta en það er voða lítið hægt að segja efnislega um mál.“ Hann vildi ekki tala um hvað bæri helst í milli í viðræðunum. „Við erum að vinna vinnuna okkar. Fólk verður að sýna því skilning að við gerum það ekki fyrir opnum tjöldum,“ sagði Bjarni. Hann sagðist vongóður um að viðræðurnar myndu takast. Hann hefði góða reynslu af því að starfa með Katrínu og Sigurði Inga. „Við höfum fundið lausnir á allskonar flóknum málum og farið í gegnum heimsfaraldur saman, þannig að við eigum nú að geta fundið góðar lausnir,“ sagði Bjarni. Hann sagði þó ljóst að næstu fjögur ár yrðu allt öðruvísi en síðustu fjögur. „Þess vegna þarf að draga upp þá framtíðarsýn sem tíminn í dag kallar á.“ Hann sagði horft til þess að viðræðurnar þyrftu að vera búnar þegar hægt væri að kalla þing saman. Því þurfi að nýta næstu tvær vikur vel. Aðspurður um væntanlegar afléttingar á sóttvarnarreglum sagði Bjarni að lítið hefði verið rætt um þau mál hingað til. Hann væri þó þeirrar skoðunar að komið væri að því að skoða frekari afléttingar. „Við finnum það líka bara á fólki. Fólk sýnir það í verki að það hefur minni áhyggjur af stöðunni. Um leið og allir vilja vera á varðbergi gagnvart, hvað eigum við að segja, viðnámsþróttinum í heilbrigðiskerfinu, þá hefur staðan gjörbreyst eftir að við náðum svona mikilli útbreiðslu bólusetningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki vera á þeim buxunum að uppi væri hræðsluáróður um samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur. Það væri hins vegar farið gríðarlega varlega í afléttingar. „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða,“ sagði Bjarni. Hann benti á ríki þar sem búið er að fella niður allar samkomutakmarkanir, eins og í Danmörku, og að það virtist ekki hafa komið í bakið á þeim. „Þeir sem hafa verið að ferðast, þeir finna að andrúmsloftið, viðhorfið gagnvart veirunni, er allt annað í löndunum í kringum okkur en hefur lengi átt við hér heima, þar sem málin hafa verið í fréttum á daglegum grunni og svo framvegis. Þessi umræða er ekki að eiga sér stað í nágrannalöndunum með neinum viðlíkum hætti,“ sagði Bjarni. Hann sagði tíma kominn til að taka næstu skref. Bjarni sagði réttast að byrja á að afnema takmarkanir innanlands og fara svo rólega í landamærin og fella niður aðgerðir þar. „Þetta er bara spurning um tímasetningar og ég vil sjá þetta gerast fyrr en síðar.“ Bjarni sagði að það yrði heimskulegt að læra ekki af reynslu annarra þjóða eins og Dana af Covid-19. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fyrir fund hans og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, í dag svaraði Bjarni spurningu um hvort línurnar væru farnar að skýrast játandi. „Þetta er svona smám saman að takast hjá okkur að fara í gegnum hvert mál á eftir öðru. Það er þannig sem við gerum þetta en það er voða lítið hægt að segja efnislega um mál.“ Hann vildi ekki tala um hvað bæri helst í milli í viðræðunum. „Við erum að vinna vinnuna okkar. Fólk verður að sýna því skilning að við gerum það ekki fyrir opnum tjöldum,“ sagði Bjarni. Hann sagðist vongóður um að viðræðurnar myndu takast. Hann hefði góða reynslu af því að starfa með Katrínu og Sigurði Inga. „Við höfum fundið lausnir á allskonar flóknum málum og farið í gegnum heimsfaraldur saman, þannig að við eigum nú að geta fundið góðar lausnir,“ sagði Bjarni. Hann sagði þó ljóst að næstu fjögur ár yrðu allt öðruvísi en síðustu fjögur. „Þess vegna þarf að draga upp þá framtíðarsýn sem tíminn í dag kallar á.“ Hann sagði horft til þess að viðræðurnar þyrftu að vera búnar þegar hægt væri að kalla þing saman. Því þurfi að nýta næstu tvær vikur vel. Aðspurður um væntanlegar afléttingar á sóttvarnarreglum sagði Bjarni að lítið hefði verið rætt um þau mál hingað til. Hann væri þó þeirrar skoðunar að komið væri að því að skoða frekari afléttingar. „Við finnum það líka bara á fólki. Fólk sýnir það í verki að það hefur minni áhyggjur af stöðunni. Um leið og allir vilja vera á varðbergi gagnvart, hvað eigum við að segja, viðnámsþróttinum í heilbrigðiskerfinu, þá hefur staðan gjörbreyst eftir að við náðum svona mikilli útbreiðslu bólusetningar,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki vera á þeim buxunum að uppi væri hræðsluáróður um samkomutakmarkanir og sóttvarnarreglur. Það væri hins vegar farið gríðarlega varlega í afléttingar. „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða,“ sagði Bjarni. Hann benti á ríki þar sem búið er að fella niður allar samkomutakmarkanir, eins og í Danmörku, og að það virtist ekki hafa komið í bakið á þeim. „Þeir sem hafa verið að ferðast, þeir finna að andrúmsloftið, viðhorfið gagnvart veirunni, er allt annað í löndunum í kringum okkur en hefur lengi átt við hér heima, þar sem málin hafa verið í fréttum á daglegum grunni og svo framvegis. Þessi umræða er ekki að eiga sér stað í nágrannalöndunum með neinum viðlíkum hætti,“ sagði Bjarni. Hann sagði tíma kominn til að taka næstu skref. Bjarni sagði réttast að byrja á að afnema takmarkanir innanlands og fara svo rólega í landamærin og fella niður aðgerðir þar. „Þetta er bara spurning um tímasetningar og ég vil sjá þetta gerast fyrr en síðar.“ Bjarni sagði að það yrði heimskulegt að læra ekki af reynslu annarra þjóða eins og Dana af Covid-19.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51