Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 19:08 Norska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að útlit sé fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. EPA Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira