Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 08:00 „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum,“ segir Guðmundir Ingi Þóroddson. Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. „Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00