Stefanía Bjarney tilnefnd sem frumkvöðull ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 13:01 Stefanía Bjarney flutti erindi á setningu Nýsköpunarviku. Mummi Lú Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, famkvæmdastjóri og meðstofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo, er tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards í flokknum frumkvöðull ársins. Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09