Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2021 12:51 Margir vildu fá fleiri ærslabelgi í Reykjavík en slíka belgi má finna víða um land allt. Vísir/Vilhelm Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“ Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“
Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59