Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 09:07 Tæknimaður lögreglu á vettvangi fjöldamorðsins í Kongsberg. Vísir/EPA Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. Sá grunaði er 37 ára gamall karlmaður af dönskum uppruna sem tók íslamstrú. Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg, segir að áhyggjur hafi komið fram um að hann aðhylltist öfgahyggju. Norska ríkisútvarpið NRK segir að yfirvöld hafi fengið nokkrar tilkynningar þess efnis. Engin þeirra var þó frá þessu ári. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur hjá lögreglunni, vildi ekkert gefa upp um hvað vakti fyrir árásarmanninum en hann hafi verið samvinnuþýður við lögreglu. „Hann hefur tjáð sig um það sem gerðist og upplifun sína. Hann hefur viðurkennt staðreyndir málsins og að það hafi verið hann sem var að verki,“ sagði hún. Ríkisstjórnarskipti verða í Noregi í dag. Jonas Gahr Støre, verðandi forsætisráðherra, lýsti árásinni sem „hryllilegri“. Árásarmaðurinn skaut fórnarlömb sín með örvum, mörg þeirra í stórmarkaði. Til átaka kom á milli hans og lögreglu áður en hún náði að yfirbuga hann. Talið er að maðurinn sé búsettur í Kongsberg. Lögregla telur að hann hafi verið einn að verki. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Sæverud lögreglustjóri segir að sér kæmi ekki á óvart ef árásarmaðurinn yrði látinn gangast undir geðrannsókn. Mathiasen staðfesti að maðurinn hafi notað fleiri vopn við árásina en upplýsti ekki hvers kyns þau voru. Noregur Danmörk Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Sá grunaði er 37 ára gamall karlmaður af dönskum uppruna sem tók íslamstrú. Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg, segir að áhyggjur hafi komið fram um að hann aðhylltist öfgahyggju. Norska ríkisútvarpið NRK segir að yfirvöld hafi fengið nokkrar tilkynningar þess efnis. Engin þeirra var þó frá þessu ári. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur hjá lögreglunni, vildi ekkert gefa upp um hvað vakti fyrir árásarmanninum en hann hafi verið samvinnuþýður við lögreglu. „Hann hefur tjáð sig um það sem gerðist og upplifun sína. Hann hefur viðurkennt staðreyndir málsins og að það hafi verið hann sem var að verki,“ sagði hún. Ríkisstjórnarskipti verða í Noregi í dag. Jonas Gahr Støre, verðandi forsætisráðherra, lýsti árásinni sem „hryllilegri“. Árásarmaðurinn skaut fórnarlömb sín með örvum, mörg þeirra í stórmarkaði. Til átaka kom á milli hans og lögreglu áður en hún náði að yfirbuga hann. Talið er að maðurinn sé búsettur í Kongsberg. Lögregla telur að hann hafi verið einn að verki. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Sæverud lögreglustjóri segir að sér kæmi ekki á óvart ef árásarmaðurinn yrði látinn gangast undir geðrannsókn. Mathiasen staðfesti að maðurinn hafi notað fleiri vopn við árásina en upplýsti ekki hvers kyns þau voru.
Noregur Danmörk Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent