Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 13. október 2021 21:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“ Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira