Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 16:57 Fríhöfnin er dótturfélag Isavia sem hefur notað hugtökin fríhöfn og duty free um árabil. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira