Abbott, sem er Repúblikani, hefur lengi verið á meðal helstu talsmanna þess að bólusetningar verði hvergi gerðar að skilyrði og áður hafði hann gefið út svipaðar tilskipanir sem náðu til stofnana ríkisins.
Í þetta sinn nær bannið hinsvegar til allra, einnig til einkafyrirtækja í ríkinu. Hann hefur einnig beðið þingmenn á ríkisþingi Texas til að samþykkja lög sama efnis til að tryggja tilskipunina í sessi.
Þessi sjónarmið eru í beinni andstöðu við hugmyndir Joes Biden Bandaríkjaforseta sem á dögunum hvatti fyrirtækjaeigendur víðsvegar um Bandaríkin til að skylda starfsfólk sitt í bólusetningu.