Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Þorgils Jónsson skrifar 12. október 2021 06:00 Zeba Sultani flúði Afganistan ásamt eiginmanni sínum þegar Talibanar tóku stjórnina í Kabúl í ágúst. kornungur sonur þeirra varð eftir hjá fjölskyldu hennar, en þau vonast til þess að fá hann til sín bráðlega. Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. Síðustu vikur hefur Zeba staðið í baráttu lífs síns, þar sem hún og eiginmaður hennar flúðu land þegar Talibanar sneru aftur til valda. Þau eru komin í öryggið á Íslandi, en neyddust til að skilja kornungan son sinn eftir hjá fjölskyldu hennar. Hún settist niður með blaðamanni Vísis og deildi sögu sinni. Lífi þjóðar umturnað Nú er einungis rúmur mánuður síðan heimsbyggðin horfði upp á hersveitir Talibana renna aftur inn í Kabúl höfuðborg Afganistan, án teljandi mótspyrnu. Tuttugu árum eftir að kúgunarstjórn þeirra var velt úr sessi með hervaldi, kvaddi alþjóðlega herliðið með litlum fyrirvara og skildi eftir sig tómarúm sem gömlu herrarnir voru fljótir að fylla í. Umsvifalaust var lífi milljóna Afgana umturnað og tveggja áratuga mannréttindastarf og fórnir í þágu afganskra kvenna og stúlkna rann út í sandinn. Það sem tók við var fullkominn glundroði. Þúsundir erlendra ríkisborgara og Afgana sem höfðu unnið með alþjóðaliðinu og fyrri stjórnvöldum óttuðust um öryggi sitt, ekki síst konur sem höfðu verið virkar í réttindabaráttu kvenna og stúlkna. Leiðin til öryggis var að flugvellinum í Kabúl þar sem bandarískar herþotur fluttu fólk í hundraðatali út fyrir landsteinana. Þar tók óvissa við fyrir marga, en óvissan var mögulega betri kostur en það sem beið heima við. Komust til Íslands sem fyrrverandi nemendur HÍ Íslensk stjórnvöld tilkynntu á dögunum að þau myndu taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur þegar aðstoðað 33 einstaklinga við að komast frá hingað til lands. Þar var um að ræða íslenska ríkisborgara, fólk með dvalarleyfi á Íslandi og loks tvær ungar konur fyrrnefnd Zeba og stalla hennar Ofoq Roshan að nafni, en þær eru fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólans, GRÓ-GEST, við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Báðar eru þær baráttukonur fyrir réttindum kvenna og stúlkna, Zeba starfaði við jafnréttismál í stjórnkerfi Afganistan og Ofoq er blaðakona sem hefur fjallað mikið um mannréttindi. Þær Zeba og Ofoq voru á meðal þeirra sem sátu í pallborði á The Imagine Forum, árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands þar sem rætt var um brotin loforð alþjóðasamfélagsins við Afgani. Frásögn Zebu og Ofoq af stöðunni sem upp er komin í Afganistan var sláandi og lét engan viðstaddan ósnortinn. Hér eru Zeba og Ofoq í pallborði á The Imagine Forum með Brynju Dögg Friðriksdóttur. Eftir ráðstefnuna gaf ég mig á tal við Zebu sem samþykkti að koma í viðtal, en Ofoq gat ekki staldrað við þar sem hún þurfti að útrétta. Þau voru að flytja í aðra íbúð. Zeba er smágerð ung kona en ber sig af miklu öryggi. Hún geislar af sér ótrúlegu æðruleysi og styrk miðað við það sem hún hefur upplifað síðustu vikur. Hún segir mér af sínum högum, en hún er með meistaragráðu í kynjafræði og vann sem sérfræðingur í kynjamálum í ráðuneyti sem sá um þróunarmál í dreifðari byggðum landsins. Hóf skólagöngu í leyni Ég byrja á að spyrja hana út í hvort hún muni hvernig lífið var fyrir stúlkur og konur undir fyrri stjórn Talibana. Var hún meðvituð um stöðu mála í landinu fyrir hana og kynsystur hennar? „Já, ég man eftir því þegar ég var fjögurra eða fimm ára gömul var ég að leika mér úti með vinkonu minni nálægt varðstöð Talibana. Þá kemur einn Talibani til okkar og spyr vinkonu mína hvort ég sé strákur eða stelpa. Hún svarar að ég sé stelpa, en þá spyr hann hvers vegna ég sé stuttklippt og ekki með slæðu. Ég varð dauðhrædd og hljóp rakleitt heim.“ „Svo byrjaði ég í fyrsta bekk í skóla á meðan Talibanar réðu enn ríkjum og stúlkum var bannað að sækja sér menntun. Við þurftum þess vegna að fara mjög leynt með það. Kennarinn minn kenndi stúlkum á laun og sagði að við mættum ekki segja neinum frá því að við værum í skóla.“ „Þess vegna faldi ég bækurnar mínar og stílabækur fyrir Talibönum. Það var mjög erfitt. En svo var ég byrjuð í öðrum bekk þegar Talibönum var steypt af stóli.“ Hvernig gekk svo skólaganga þín eftir að Talibönum var bolað frá völdum, og svo starfsferillinn eftir það? Var enn litið niður á þig sem stúlku eða konu þrátt fyrir að annars konar stjórn væri tekin við með aðra stefnu í jafnréttismálum, alla vega að nafni til? „Það var í raun ekki svo erfitt á meðan ég var í skóla og háskólanámi. En þegar ég hóf störf að kynjajafnréttismálum fyrir ráðuneytið varð ég vör við talsvert mótlæti. Þar mætti ég oft því viðhorfi að kynjamál sé kvennamál, en við vitum að það þessi mál snúa bæði að samfélagslegum réttindum kvenna og karla.“ Hér sást skólastúlkur í Kabúl í sumar. Þarna grunaði fáa að tilveran myndi umturnast eins og hún gerði mánuði síðar þegar Talibanar tóku völdin í landinu á ný. „Í starfi mínu stýrði ég mörgum vinnustofum um jafnrétti og við mættum oft mjög hörðum viðbrögðum. Afganistan hefur alltaf verið karlaveldi og á vinnustofunum okkar vorum við oft spurð af hverju við værum að reyna að þröngva vestrænum gildum og menningu upp á okkar samfélag. Réttindi kvenna væru tryggð með Íslam og við værum bara að etja konum gegn körlum. Karlar komu oft fram við okkur af vanvirðingu og margir þeirra vildu ekkert hlusta á það sem við höfðum fram að færa. Talibanar eru engu að síður miklu öfgafyllri, og ég er viss um að fyrsta fræðasviðið sem verður úthýst úr Háskólanum í Kabúl verður kynjafræði. Þeir halda því meira að segja fram að orðið „kyn“ gangi gegn Íslam, og sé vestrænt hugtak. Kennararnir okkar í háskólanum og samnemendur og fleiri á þessu sviði eru mjög áhyggjufull um framhaldið. Um að sæta refsingum Talibana fyrir að vinna að þessum málefnum.“ „Staðan er mjög erfið.“ En fannst þér þið vera að ná árangri? Voru hlutir að þokast í rétta átt? „Já, ég trúði því. Það er ekki síst því að þakka að erlend ríki þrýstu á um að afgönsk yfirvöld stæðu við gefin fyrirheit í jafnréttismálum. Stjórnvöld voru sannarlega íhaldsöm og framgangurinn var hægur, en við vorum á réttri leið þar sem konur voru farnar að láta til sín taka í stjórnkerfinu, jafnvel upp í hæstu lögum þess. Nú höfum við ekkert. Konum er bannað að fara til vinnu. Þannig að allt er gengið til baka.“ Mikið áfall að Talibanar tækju völdin svo fljótt Nú horfðum við á Vesturlöndum upp á þessa mjög skjótu atburðarás, þegar Talibanar tóku völdin. Hvenær rann upp fyrir ykkur að baráttan væri töpuð og Talibanar myndu taka völdin á ný? „Við vissum að Talibanar voru að herða tökin víða um land, en við bjuggumst alls ekki við því að þeir myndu taka höfuðborgina. Forsetinn okkar sagði okkur alltaf að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, því herinn myndi sigra þá. Við ímynduðum okkur þó að með þessu áframhaldi gæti farið að þeir kæmust að Kabúl eftir sex til sjö mánuði. Það var svo mikið áfall fyrir alla þegar ljóst varð að Talibanar væru á leiðinni og mættu ekki mótspyrnu. Ég fór í bankann til að sækja spariféð mitt, en það var ekki hægt, því að það var búið að taka allt lausafé út úr bankanum.“ Meðlimir sérsveita Talibana tóku höfuðborgina Kabúl og mættu lítilli andspyrnu. Hvað gerðuð þið svo eftir að ljóst varð að þið þurftuð að komast úr landi til að tryggja öryggi ykkar? „Ég hafði haft samband við einn af kennurunum mínum hér á Íslandi en þá var þegar búið að ákveða að hjálpa fyrrverandi nemendum að komast í burtu frá Afganistan. Utanríkisráðuneyti Íslands vann með NATO í Afganistan um að aðstoða okkur á flugvellinum á Kabúl og hingað til Íslands.“ Ringulreið við flugvöllinn Þar með var þó ekki allt í höfn því að á leiðinni að flugvellinum í Kabúl ríkti algjör ringulreið. Gríðarleg mannþröng var við hliðið inn á flugvallarsvæðið þegar Zeba og eiginmaður hennar komu þar að með þriggja mánaða gömlum syni þeirra og bróður Zebu. Alger ringulreið ríkti við flugvöllinn í Kabúl eftir að Talibanar náðu undir sig höfuðborginni. Fólk sem óttaðist hefndaraðgerðir Talibana flykktist að í þeirri von að komast út úr landi. „Við fengum þau skilaboð að við skyldum fara á flugvöllinn og sýna öryggisvörðum íslenska fána til að komast í flug burtu frá Kabúl. Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ „Við ákváðum að láta ekki reyna frekar á það að komast í gegn þann daginn, en á leiðinni heim fékk ég símtal þar sem mér var sagt frá auðveldari leið í gegnum flugstöðina. Við hjónin ákváðum að skilja son okkar eftir í bílnum hjá móður minni og systur og skoða aðstæður. Ef leiðin væri greið myndum við koma aftur og sækja hann.“ Þegar þau fóru aftur að flugvellinum reyndist þetta vera sama leið og þau höfðu farið áður. Þau fundu hins vegar aðra leið, bakatil og komust nálægt hliði. „Þar hringdum við í Íslending sem vann á flugvellinum. Hann sagði öryggisvörðum að aðstoða okkur við að komast í gegnum mannþröngina og við ýttum og tróðum okkur og komumst loks í gegn. Ég sagði Íslendingnum að barnið mitt væri enn fyrir utan en hann sagði að þau myndu koma honum burtu bráðlega.“ „Nú er liðinn meira en mánuður síðan ég sá barnið mitt síðast.“ Þau hjónin flugu með herþotu til Pakistan og þaðan til Danmerkur. Þau komu til Íslands 22. ágúst. Zebu er eðlilega mikið niðri fyrir, en í gegnum alla þessa frásögn hennar sýnir hún mikinn styrk og brotnar ekki. Hún heldur í vonina um að úr rætist bráðlega og sonur þeirra fái að koma fljótt til landsins. Hér að neðan má sjá frétt Al Jazeera um ástandið við flugvöllinn í Kabúl þessa fyrstu daga. Kúgun og samfélagslegt hrun Síðan þá hefur ástandið síst skánað í Afganistan. Í síðustu viku voru gerðar hryðjuverkaárásir auk þess sem Talibanar hafa tekið hart á öllu andófi gegn þeim. Zeba segir að konur og annað baráttufólk fyrir mannréttindum hafi farið út á götur Kabúl til að mótmæla og gera Talibönum ljóst að almenningur myndi ekki taka kúgun þegjandi og hljóðalaust. „En svo tóku Talibanar fyrir það. Þeir bönnuðu mótmæli og börðu marga blaðamenn sem voru að fjalla um mótmælin. Þeir sögðu að þau sem kæmu út að mótmæla væru að ganga gegn Íslam.“ Konur stóðu í fylkinagrbrjósti andófs gegn Talibönum fyrst um sinn. Mótmæli fóru fram á götum úti, en þau voru barin niður með harðri hendi af öryggissveitum Talibana. Þá er kúgunin ekki aðeins kynbundin, því að Talibanar, sem eru að meirihluta Pastúnar, virða önnur þjóðarbrot og trúarhópa að vettugi og allir meðlimir ríkisstjórnarinnar eru Pastúnar. Ofbeldið og stjórnleysið er þó ekki það eina sem hrjáir almenning í Afganistan, heldur er samfélagið mikið til í upplausn. Áður en Talibanarnir gerðu innreið inn í Kabúl fór Zeba í bankann til að sækja sparifé þeirra hjóna, en þar var allt reiðufé uppurið og alir bankar tómir. „Það eru mjög mörg vandamál í Afganistan núna. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi því að starfsfólk hefur ekki fengið greidd laun lengi, og konur í heilbrigðisþjónustu þora ekki að mæta til vinnu af ótta við ofsóknir. Svo eru tæki og búnaður líka farin að bila og kominn upp skortur á alls konar búnaði og vörum, þar sem alþjóðleg aðstoð er hætt að berast til Afganistan.“ „Nú er fólk atvinnulaust, og hefur engar bjargir og neyðast jafnvel til að selja húsgögn fleira til að fá peninga, en vöruverð er líka að hækka upp úr öllu valdi. Svo er veturinn að skella á, en húsin okkar í Afganistan eru ekki hituð eins og hjá ykkur á Íslandi. Við verðum að kaupa okkur kol, olíu og eldivið til að kynda húsin og það er allt að hækka mikið í verði og enginn á peninga.“ Best væri ef hægt væri að enda viðtöl sem þessi á jákvæðum og björtum nótum, en eins og Zeba segir, þá eru vandamálin í Afganistan mörg og eiga örugglega eftir að verða verri á komandi vikum og mánuðum. Þá er óútséð hvernig eða hvenær sonur þeirra komi til landsins, en Zeba segir að þau séu að vinna í því með stjórnvöldum að fá barnið heim sem fyrst og þau voni að sjálfsögðu það besta. Fyrrnefndur hópur 33ja flóttamanna getur að mörgu leyti fagnað því að hafa komist hingað til lands í öryggið, en að baki hverjum þeirra sitja fjölskyldumeðlimir og vinir enn í óvissu undir ógnarstjórn og skorti á nauðsynjavörum heima í Afganistan. Vonandi ber þeim gæfa til að úr rætist sem fyrst. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Síðustu vikur hefur Zeba staðið í baráttu lífs síns, þar sem hún og eiginmaður hennar flúðu land þegar Talibanar sneru aftur til valda. Þau eru komin í öryggið á Íslandi, en neyddust til að skilja kornungan son sinn eftir hjá fjölskyldu hennar. Hún settist niður með blaðamanni Vísis og deildi sögu sinni. Lífi þjóðar umturnað Nú er einungis rúmur mánuður síðan heimsbyggðin horfði upp á hersveitir Talibana renna aftur inn í Kabúl höfuðborg Afganistan, án teljandi mótspyrnu. Tuttugu árum eftir að kúgunarstjórn þeirra var velt úr sessi með hervaldi, kvaddi alþjóðlega herliðið með litlum fyrirvara og skildi eftir sig tómarúm sem gömlu herrarnir voru fljótir að fylla í. Umsvifalaust var lífi milljóna Afgana umturnað og tveggja áratuga mannréttindastarf og fórnir í þágu afganskra kvenna og stúlkna rann út í sandinn. Það sem tók við var fullkominn glundroði. Þúsundir erlendra ríkisborgara og Afgana sem höfðu unnið með alþjóðaliðinu og fyrri stjórnvöldum óttuðust um öryggi sitt, ekki síst konur sem höfðu verið virkar í réttindabaráttu kvenna og stúlkna. Leiðin til öryggis var að flugvellinum í Kabúl þar sem bandarískar herþotur fluttu fólk í hundraðatali út fyrir landsteinana. Þar tók óvissa við fyrir marga, en óvissan var mögulega betri kostur en það sem beið heima við. Komust til Íslands sem fyrrverandi nemendur HÍ Íslensk stjórnvöld tilkynntu á dögunum að þau myndu taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur þegar aðstoðað 33 einstaklinga við að komast frá hingað til lands. Þar var um að ræða íslenska ríkisborgara, fólk með dvalarleyfi á Íslandi og loks tvær ungar konur fyrrnefnd Zeba og stalla hennar Ofoq Roshan að nafni, en þær eru fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólans, GRÓ-GEST, við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Báðar eru þær baráttukonur fyrir réttindum kvenna og stúlkna, Zeba starfaði við jafnréttismál í stjórnkerfi Afganistan og Ofoq er blaðakona sem hefur fjallað mikið um mannréttindi. Þær Zeba og Ofoq voru á meðal þeirra sem sátu í pallborði á The Imagine Forum, árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands þar sem rætt var um brotin loforð alþjóðasamfélagsins við Afgani. Frásögn Zebu og Ofoq af stöðunni sem upp er komin í Afganistan var sláandi og lét engan viðstaddan ósnortinn. Hér eru Zeba og Ofoq í pallborði á The Imagine Forum með Brynju Dögg Friðriksdóttur. Eftir ráðstefnuna gaf ég mig á tal við Zebu sem samþykkti að koma í viðtal, en Ofoq gat ekki staldrað við þar sem hún þurfti að útrétta. Þau voru að flytja í aðra íbúð. Zeba er smágerð ung kona en ber sig af miklu öryggi. Hún geislar af sér ótrúlegu æðruleysi og styrk miðað við það sem hún hefur upplifað síðustu vikur. Hún segir mér af sínum högum, en hún er með meistaragráðu í kynjafræði og vann sem sérfræðingur í kynjamálum í ráðuneyti sem sá um þróunarmál í dreifðari byggðum landsins. Hóf skólagöngu í leyni Ég byrja á að spyrja hana út í hvort hún muni hvernig lífið var fyrir stúlkur og konur undir fyrri stjórn Talibana. Var hún meðvituð um stöðu mála í landinu fyrir hana og kynsystur hennar? „Já, ég man eftir því þegar ég var fjögurra eða fimm ára gömul var ég að leika mér úti með vinkonu minni nálægt varðstöð Talibana. Þá kemur einn Talibani til okkar og spyr vinkonu mína hvort ég sé strákur eða stelpa. Hún svarar að ég sé stelpa, en þá spyr hann hvers vegna ég sé stuttklippt og ekki með slæðu. Ég varð dauðhrædd og hljóp rakleitt heim.“ „Svo byrjaði ég í fyrsta bekk í skóla á meðan Talibanar réðu enn ríkjum og stúlkum var bannað að sækja sér menntun. Við þurftum þess vegna að fara mjög leynt með það. Kennarinn minn kenndi stúlkum á laun og sagði að við mættum ekki segja neinum frá því að við værum í skóla.“ „Þess vegna faldi ég bækurnar mínar og stílabækur fyrir Talibönum. Það var mjög erfitt. En svo var ég byrjuð í öðrum bekk þegar Talibönum var steypt af stóli.“ Hvernig gekk svo skólaganga þín eftir að Talibönum var bolað frá völdum, og svo starfsferillinn eftir það? Var enn litið niður á þig sem stúlku eða konu þrátt fyrir að annars konar stjórn væri tekin við með aðra stefnu í jafnréttismálum, alla vega að nafni til? „Það var í raun ekki svo erfitt á meðan ég var í skóla og háskólanámi. En þegar ég hóf störf að kynjajafnréttismálum fyrir ráðuneytið varð ég vör við talsvert mótlæti. Þar mætti ég oft því viðhorfi að kynjamál sé kvennamál, en við vitum að það þessi mál snúa bæði að samfélagslegum réttindum kvenna og karla.“ Hér sást skólastúlkur í Kabúl í sumar. Þarna grunaði fáa að tilveran myndi umturnast eins og hún gerði mánuði síðar þegar Talibanar tóku völdin í landinu á ný. „Í starfi mínu stýrði ég mörgum vinnustofum um jafnrétti og við mættum oft mjög hörðum viðbrögðum. Afganistan hefur alltaf verið karlaveldi og á vinnustofunum okkar vorum við oft spurð af hverju við værum að reyna að þröngva vestrænum gildum og menningu upp á okkar samfélag. Réttindi kvenna væru tryggð með Íslam og við værum bara að etja konum gegn körlum. Karlar komu oft fram við okkur af vanvirðingu og margir þeirra vildu ekkert hlusta á það sem við höfðum fram að færa. Talibanar eru engu að síður miklu öfgafyllri, og ég er viss um að fyrsta fræðasviðið sem verður úthýst úr Háskólanum í Kabúl verður kynjafræði. Þeir halda því meira að segja fram að orðið „kyn“ gangi gegn Íslam, og sé vestrænt hugtak. Kennararnir okkar í háskólanum og samnemendur og fleiri á þessu sviði eru mjög áhyggjufull um framhaldið. Um að sæta refsingum Talibana fyrir að vinna að þessum málefnum.“ „Staðan er mjög erfið.“ En fannst þér þið vera að ná árangri? Voru hlutir að þokast í rétta átt? „Já, ég trúði því. Það er ekki síst því að þakka að erlend ríki þrýstu á um að afgönsk yfirvöld stæðu við gefin fyrirheit í jafnréttismálum. Stjórnvöld voru sannarlega íhaldsöm og framgangurinn var hægur, en við vorum á réttri leið þar sem konur voru farnar að láta til sín taka í stjórnkerfinu, jafnvel upp í hæstu lögum þess. Nú höfum við ekkert. Konum er bannað að fara til vinnu. Þannig að allt er gengið til baka.“ Mikið áfall að Talibanar tækju völdin svo fljótt Nú horfðum við á Vesturlöndum upp á þessa mjög skjótu atburðarás, þegar Talibanar tóku völdin. Hvenær rann upp fyrir ykkur að baráttan væri töpuð og Talibanar myndu taka völdin á ný? „Við vissum að Talibanar voru að herða tökin víða um land, en við bjuggumst alls ekki við því að þeir myndu taka höfuðborgina. Forsetinn okkar sagði okkur alltaf að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, því herinn myndi sigra þá. Við ímynduðum okkur þó að með þessu áframhaldi gæti farið að þeir kæmust að Kabúl eftir sex til sjö mánuði. Það var svo mikið áfall fyrir alla þegar ljóst varð að Talibanar væru á leiðinni og mættu ekki mótspyrnu. Ég fór í bankann til að sækja spariféð mitt, en það var ekki hægt, því að það var búið að taka allt lausafé út úr bankanum.“ Meðlimir sérsveita Talibana tóku höfuðborgina Kabúl og mættu lítilli andspyrnu. Hvað gerðuð þið svo eftir að ljóst varð að þið þurftuð að komast úr landi til að tryggja öryggi ykkar? „Ég hafði haft samband við einn af kennurunum mínum hér á Íslandi en þá var þegar búið að ákveða að hjálpa fyrrverandi nemendum að komast í burtu frá Afganistan. Utanríkisráðuneyti Íslands vann með NATO í Afganistan um að aðstoða okkur á flugvellinum á Kabúl og hingað til Íslands.“ Ringulreið við flugvöllinn Þar með var þó ekki allt í höfn því að á leiðinni að flugvellinum í Kabúl ríkti algjör ringulreið. Gríðarleg mannþröng var við hliðið inn á flugvallarsvæðið þegar Zeba og eiginmaður hennar komu þar að með þriggja mánaða gömlum syni þeirra og bróður Zebu. Alger ringulreið ríkti við flugvöllinn í Kabúl eftir að Talibanar náðu undir sig höfuðborginni. Fólk sem óttaðist hefndaraðgerðir Talibana flykktist að í þeirri von að komast út úr landi. „Við fengum þau skilaboð að við skyldum fara á flugvöllinn og sýna öryggisvörðum íslenska fána til að komast í flug burtu frá Kabúl. Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ „Við ákváðum að láta ekki reyna frekar á það að komast í gegn þann daginn, en á leiðinni heim fékk ég símtal þar sem mér var sagt frá auðveldari leið í gegnum flugstöðina. Við hjónin ákváðum að skilja son okkar eftir í bílnum hjá móður minni og systur og skoða aðstæður. Ef leiðin væri greið myndum við koma aftur og sækja hann.“ Þegar þau fóru aftur að flugvellinum reyndist þetta vera sama leið og þau höfðu farið áður. Þau fundu hins vegar aðra leið, bakatil og komust nálægt hliði. „Þar hringdum við í Íslending sem vann á flugvellinum. Hann sagði öryggisvörðum að aðstoða okkur við að komast í gegnum mannþröngina og við ýttum og tróðum okkur og komumst loks í gegn. Ég sagði Íslendingnum að barnið mitt væri enn fyrir utan en hann sagði að þau myndu koma honum burtu bráðlega.“ „Nú er liðinn meira en mánuður síðan ég sá barnið mitt síðast.“ Þau hjónin flugu með herþotu til Pakistan og þaðan til Danmerkur. Þau komu til Íslands 22. ágúst. Zebu er eðlilega mikið niðri fyrir, en í gegnum alla þessa frásögn hennar sýnir hún mikinn styrk og brotnar ekki. Hún heldur í vonina um að úr rætist bráðlega og sonur þeirra fái að koma fljótt til landsins. Hér að neðan má sjá frétt Al Jazeera um ástandið við flugvöllinn í Kabúl þessa fyrstu daga. Kúgun og samfélagslegt hrun Síðan þá hefur ástandið síst skánað í Afganistan. Í síðustu viku voru gerðar hryðjuverkaárásir auk þess sem Talibanar hafa tekið hart á öllu andófi gegn þeim. Zeba segir að konur og annað baráttufólk fyrir mannréttindum hafi farið út á götur Kabúl til að mótmæla og gera Talibönum ljóst að almenningur myndi ekki taka kúgun þegjandi og hljóðalaust. „En svo tóku Talibanar fyrir það. Þeir bönnuðu mótmæli og börðu marga blaðamenn sem voru að fjalla um mótmælin. Þeir sögðu að þau sem kæmu út að mótmæla væru að ganga gegn Íslam.“ Konur stóðu í fylkinagrbrjósti andófs gegn Talibönum fyrst um sinn. Mótmæli fóru fram á götum úti, en þau voru barin niður með harðri hendi af öryggissveitum Talibana. Þá er kúgunin ekki aðeins kynbundin, því að Talibanar, sem eru að meirihluta Pastúnar, virða önnur þjóðarbrot og trúarhópa að vettugi og allir meðlimir ríkisstjórnarinnar eru Pastúnar. Ofbeldið og stjórnleysið er þó ekki það eina sem hrjáir almenning í Afganistan, heldur er samfélagið mikið til í upplausn. Áður en Talibanarnir gerðu innreið inn í Kabúl fór Zeba í bankann til að sækja sparifé þeirra hjóna, en þar var allt reiðufé uppurið og alir bankar tómir. „Það eru mjög mörg vandamál í Afganistan núna. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi því að starfsfólk hefur ekki fengið greidd laun lengi, og konur í heilbrigðisþjónustu þora ekki að mæta til vinnu af ótta við ofsóknir. Svo eru tæki og búnaður líka farin að bila og kominn upp skortur á alls konar búnaði og vörum, þar sem alþjóðleg aðstoð er hætt að berast til Afganistan.“ „Nú er fólk atvinnulaust, og hefur engar bjargir og neyðast jafnvel til að selja húsgögn fleira til að fá peninga, en vöruverð er líka að hækka upp úr öllu valdi. Svo er veturinn að skella á, en húsin okkar í Afganistan eru ekki hituð eins og hjá ykkur á Íslandi. Við verðum að kaupa okkur kol, olíu og eldivið til að kynda húsin og það er allt að hækka mikið í verði og enginn á peninga.“ Best væri ef hægt væri að enda viðtöl sem þessi á jákvæðum og björtum nótum, en eins og Zeba segir, þá eru vandamálin í Afganistan mörg og eiga örugglega eftir að verða verri á komandi vikum og mánuðum. Þá er óútséð hvernig eða hvenær sonur þeirra komi til landsins, en Zeba segir að þau séu að vinna í því með stjórnvöldum að fá barnið heim sem fyrst og þau voni að sjálfsögðu það besta. Fyrrnefndur hópur 33ja flóttamanna getur að mörgu leyti fagnað því að hafa komist hingað til lands í öryggið, en að baki hverjum þeirra sitja fjölskyldumeðlimir og vinir enn í óvissu undir ógnarstjórn og skorti á nauðsynjavörum heima í Afganistan. Vonandi ber þeim gæfa til að úr rætist sem fyrst.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira