Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 20:06 Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi, sem er að gera vísindarannsókn á magasárum hjá íslenskum hestum. Hún útskrifast úr námi næsta vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan. Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira