Leiðtogar ítalsks öfgaflokks handteknir á Covid-mótmælum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 16:03 Þúsundir mótmæltu græna passanum í Róm í gær. Getty/Antonio Masiello Tólf voru handteknir af ítölsku lögreglunni, þar á meðal leiðtogar hægri öfgaflokksins Forza Nuova, eftir að til átaka kom á mótmælum í Róm vegna hins svokallað græna Covid-passa. Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin berst nú fyrir því að þingið samþykki tillögu um að allt vinnandi fólk þurfi að hafa svokallaðan grænan Covid-passa. Passarnir eru staðfesting á því að fólk hafi annað hvort verið bólusett fyrir kórónuveirunni, hafi fengið neikvætt á Covid-prófi nýlega eða hafi nýlega jafnað sig á smiti. Þegar passarnir voru fyrst kynntir þurfti fólk að sýna þá áður en það fór á ákveðna staði, til dæmis veitingastaði eða leikhús. Þúsundir leituðu á götur út í Róm í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar. Sumir reyndu að brjótast í gegn um múr brynklæddra lögregluþjóna og inn á skrifstofu Mario Draghis, forsætisráðherra Ítalíu, en aðrir brutust inn á skrifstofur stéttafélagsins CGIL. Þá reyndu tugir að brjótast inn á bráðamóttökuna á Policlinico Umberto spítalanum í Róm og þurftu heilbrigðisstarfsmenn að byrgja sig inni til að verjast mótmælendum. Verði tillaga ríkisstjórnarinnar samþykkt mun allt vinnandi fólk þurfa að sýna fram á að það sé annað hvort bólusett, hafi farið í kórónuveiruskimun og fengið neikvætt eða að það sé nýbúið að jafna sig af smiti. Fari fólk ekki eftir þessu eftir 15. október næstkomandi muni það vera sent í tímabundið launalaust leyfi þó ekki sé hægt að reka það. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Róm slösuðust 38 lögreglumenn í gær. Meira en áttatíu prósent Ítala yfir tólf ára aldri eru fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira