Talverður styr hefur staðið um forsvarsmenn þess félags síðustu ár. Bræðurnir Ágúst Örn og Einar Ágústssynir hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti með því að taka til sín sóknargjöld til Zuistafélagsins upp á tugi milljóna króna án þess að standa fyrir nokkurri starfsemi.
Þegar mest lét voru á fjórða þúsund manns skráð í félagið, en hefur fækkað nokkuð skarpt síðustu ár.
Í tölunum kemur einnig fram að það sem af er ári hafi einstaklingum, sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga, eða í önnur ótilgreind trúfélög, fjölgað um tæplega 5.700.
Á sama tímabili hafa rúmlega 300 manns skráð sig í hvort um sig Ásatrúarfélagið og Siðmennt.
Enn eru um 230 þúsund manns, eða rúm 60% landsmanna, skráð í Þjóðkirkjuna, en þar hefur meðlimum fækkað um rúm 1.500 síðustu tvö ár eða frá 1. desember 2019.
Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.040 meðlimi.
38 meðlimir eru skráðir í nýtt trúfélag, Menningarfélag gyðinga.
Alls eru nú 53 trú- og lífsskoðunarfélög skráð hér á landi.
Fréttin var leiðrétt eftir ábendingu frá Menningarsetri múslima á Íslandi. Samtökin hafa ekki verið afskráð og starfa enn undir sama nafni.