„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 13:01 Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna. Vísir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. „Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
„Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent