Sport

Dag­skráin í dag: Undan­keppni HM, Tryggvi Snær, golf og Worlds 2021

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate og Harry Kane ráða ráðum sínum er England mætti Andorra síðast.
Gareth Southgate og Harry Kane ráða ráðum sínum er England mætti Andorra síðast. Getty/Nick Potts

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á fjölda leikja í undankeppni HM 2022 í fótbolta ásamt Tryggva Snæ Hlinasyni í spænska körfuboltanum, fjölda golfmóta og að sjálfsögðu Worlds 2021.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.50 er leikur Litáen og Búlgaríu í undankeppni HM 2022 á dagskrá. Klukkan 15.50 er komið að leik Skotlands og Ísreal. England mætir svo Andorra ytra klukkan 18.35 og að lokum er farið yfir öll mörk dagsins klukkan 20.45 í Markaþætti HM 2022.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 er leikur Lenovo Tenerife og Casademont Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni á dagskrá. Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11.30 fer Opna Acciona de Espana-mótið af stað en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Founders Cup-mótið hefst klukkan 16.00 og að lokum er það Opna Shriners Children´s-mótið sem hefst klukkan 21.00.

Stöð 2 E-Sport

Worlds 2021 hefst klukkan 11.00 og er til 21.00: Bein útsending frá Laugardalshöll þar sem eitt stærsta rafíþróttamót heims fer fram. Bestu lið heims í League of Legends etja kappi um heimsmeistaratitilinn. Viðburðurinn er í umsjá Riot Games.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×