„Nagladekk eru bara úrelt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2021 11:38 Ágústa Þóra Jónsdóttir er varaformaður Landverndar. Úr einkasafni/Vilhelm Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa. Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa.
Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02
Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00
Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49