Á listanum eru því Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Orri Páll Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Þar er ekki að finna þá sem duttu út þegar atkvæðin í Norðvesturkjördæmi voru endurtalinn, þau Guðmund Gunnarsson, þingmann Viðreisnar, Lenyu Rún Taha Karim, þingmann Pírata, Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, Hólmfríði Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna né Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins.
Engir fyrirvarar eru settir við birtingu þingmannalistans á vefnum.
Karl Gauti hefur kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi til lögreglunnar á Vesturlandi og þá hafa Magnús Davíð , Guðmundur, Lenya Rún og Rósa Björk kært endurtalninguna í kjördæminu til kjörbréfanefndar þingsins.
Vísir greindi frá því á miðvikudag að formaður undirbúningskjörbréfanefndar, Birgir Ármannsson, teldi nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæranna.