Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. október 2021 21:47 Sebastian Alexanderssyni var ekki skemmt í leikslok. vísir/vilhelm Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25. „Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35