Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 20:31 Borgarstjóri segir hægt að hefja byggingu þrjú þúsund íbúða í Reykjavík nú þegar. Vaxtalækkanir á síðasta ári hafi skapað spennuna sem nú ríki á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira