Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:21 Lækkun vaxta undanfarið ár hefur hvatt fólk til að breyta húsnæðislánum úr verðtryggðum í verðtryggð og skapað mikla umframeftirspurn eftir húsnæði. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50