Tillaga Sjálfstæðisflokksins brot á innkaupareglum borgarinnar Sabine Leskopf skrifar 6. október 2021 17:31 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun