Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 11:56 Stjórnarflokkarnir bættu í meirihluta sinn á Alþingi í kosningunum hinn 25. september. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15