Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 23:21 Poppvélarnar þagna. Mögulegt verkfall starfsmanna í kvikmyndaiðnaði gæti haft ófyrirséð áhrif. Vísir/Getty Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag. Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag.
Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira