Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 4. október 2021 11:00 Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun