Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 11:52 Kjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54