Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 09:00 Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, harmar það að leikur liðsins í undanúrslitum Mjólkurbikarsins geti ekki farið fram á Ísafirði. Mynd/Skjáskot „Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði. „Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
„Þetta er frábært verkefni sem við erum að fara í, og alltaf skemmtileg keppni,“ sagði Jón Þór í samtali við Stöð 2 í gær. „Það er frábært að vera kominn svona langt og það er mikill spenningur í leikmannahópnum, ekki spurning.“ Leikur Vestra og Víkings átti að fara fram á Olís-vellinum á Ísafirði, en mikill snjór hefur sett strik í reikninginn og því þarf að spila leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan. Þetta er auðvitað stórleikur og nýkrýndir Íslandsmeistarar að spila í undanúrslitum í bikar. Auðvitað hefðum við viljað gera það á Ísafirði á okkar velli og fyrir framan okkar fólk.“ „Það var fullt af fólki búið að kaupa flug og bóka gistingu og þar fram eftir götunum þannig að þetta hefur auðvitað áhrif á marga.“ En hvernig sér Jón fyrir sér að Lengjudeildarliðið Vestri geti skákað Íslandsmeisturunum? „Við erum ágætlega sjóaðir í því. Valur var Íslandsmeistari þegar við slógum þá út í átta liða úrslitunum og nú fáum við aftur það verkefni að slá út Íslandsmeistarana.“ „Auðvitað er Víkingur með frábært lið og hefur gengið frábærlega í sumar. En að sama skapi þá er þetta bara eins og í Valsleiknum. Við höfum fyrst og fremst verið að einbeita okkur að okkar leik og þróa hann. Það hefur gengið vel í sumar og það er taktur sem að við þurfum að ná í þessum leik á morgun,“ sagði Jón Þór að lokum. Viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Leikur Vestra og Víkings hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Fótbolti Ísafjarðarbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira