Formenn stjórnarflokka undir feld um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:25 Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu í Ráðherrabústaðnum í dag. stöð 2 Það liggur fyrir fljótlega upp úr helgi hvort stjórnarflokkarnir hefji formlegar viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formenn flokkanna segja vel hafa gengið í þreifingum þeirra undanfarna daga. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar um grundvöll að endurnýjuðu stjórnarsamstarfi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Líklegt er að Framsóknarflokkurinn vilji aukinn hlut við ríkisstjórnarborðið enda segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins að stórsigur hans hafi aukið meirihluta stjórnarinnar. „Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson segir málin ekki komin á það stig að ræða skiptingu ráðuneyta. En rætt hefur verið um að færa til verkefna á milli einstakra ráðuneyta í nýrri stjórn. „Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir formennina nú vera að leggja línurnar varðandi verkefni nýrrar stjórnar og fara yfir ágreiningsmál. „Og reiknum með að að taka okkur núna hlé og vinna heimavinnuna okkar um helgina og hittast aftur á mánudag.“ Þannig að það verður ekki í fyrsta lagi ljóst fyrr en eftir fundinn á mánudag hvort þið farið í formlegar viðræður? „Hvort við setjum þá fleiri til verka og förum þá í það verkefni að skrifa mögulegan stjórnarsáttmála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar um grundvöll að endurnýjuðu stjórnarsamstarfi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Líklegt er að Framsóknarflokkurinn vilji aukinn hlut við ríkisstjórnarborðið enda segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins að stórsigur hans hafi aukið meirihluta stjórnarinnar. „Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni Benediktsson segir málin ekki komin á það stig að ræða skiptingu ráðuneyta. En rætt hefur verið um að færa til verkefna á milli einstakra ráðuneyta í nýrri stjórn. „Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir formennina nú vera að leggja línurnar varðandi verkefni nýrrar stjórnar og fara yfir ágreiningsmál. „Og reiknum með að að taka okkur núna hlé og vinna heimavinnuna okkar um helgina og hittast aftur á mánudag.“ Þannig að það verður ekki í fyrsta lagi ljóst fyrr en eftir fundinn á mánudag hvort þið farið í formlegar viðræður? „Hvort við setjum þá fleiri til verka og förum þá í það verkefni að skrifa mögulegan stjórnarsáttmála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Katrín heimsótti forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 1. október 2021 11:02