Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 10:47 Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira