Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 22:26 Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld. VÍSIR/BÁRA Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri. Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira