Nýja hámarkið hefur aðallega áhrif á tekjuhærri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. september 2021 18:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira