Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Heimir Már Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa 29. september 2021 08:44 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11
Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32