Tekinn með á annað hundruð Oxycontin-töflur Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 09:29 Tollgæslan fann töflurnar við hefðbundið eftirlit, en lögreglan haldlagði töflurnar og er málið nú í rannsókn. Vísir/Vilhelm Karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gærkvöld þar sem í farangri hans fundust á annað hundrað Oxycontin-töflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að Tollgæslan hafi fundið töflurnar við hefðbundið eftirlit, en lögreglan haldlagði töflurnar og er málið í rannsókn. Einnig segir frá því að annar karlmaður hafi verið stöðvaður við komuna til landsins um helgina. Hann hafi reynst vera með meint fíkniefni í buxnaskálm sinni. Um önnur mál sem hafi komið inn á borð lögreglu segir að erlendur ferðamaður hafi ekið út af Reykjanesbraut um helgina. „Bifreiðin fór yfir urð og grjót og skemmdist mikið. Hún var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið þreyttur og taldi að hann hefði sofnað undir stýri. Þá voru höfð afskipti af öðrum ökumanni sem ók Reykjanesbraut á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera með ungt barn í aftursæti bifreiðarinnar sem ekki var í tilskildum öryggisbúnaði. Hann var látinn bíða þar til leigubifreið kom með barnabílstjól. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur og fáeinir til viðbótar fyrir vímuefnaakstur. Tveir þeirra síðarnefndu óku sviptir ökuréttindum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að Tollgæslan hafi fundið töflurnar við hefðbundið eftirlit, en lögreglan haldlagði töflurnar og er málið í rannsókn. Einnig segir frá því að annar karlmaður hafi verið stöðvaður við komuna til landsins um helgina. Hann hafi reynst vera með meint fíkniefni í buxnaskálm sinni. Um önnur mál sem hafi komið inn á borð lögreglu segir að erlendur ferðamaður hafi ekið út af Reykjanesbraut um helgina. „Bifreiðin fór yfir urð og grjót og skemmdist mikið. Hún var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið þreyttur og taldi að hann hefði sofnað undir stýri. Þá voru höfð afskipti af öðrum ökumanni sem ók Reykjanesbraut á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera með ungt barn í aftursæti bifreiðarinnar sem ekki var í tilskildum öryggisbúnaði. Hann var látinn bíða þar til leigubifreið kom með barnabílstjól. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur og fáeinir til viðbótar fyrir vímuefnaakstur. Tveir þeirra síðarnefndu óku sviptir ökuréttindum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira