Kosningar á 21. öldinni Jón Gunnarsson skrifar 27. september 2021 18:30 Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar