Kosningar á 21. öldinni Jón Gunnarsson skrifar 27. september 2021 18:30 Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun